Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Glúteinlaus og próteinrík kjúklinga borrito kínóaskál!

Það sem þarf er:

 • 2 bollar eldað kínóa
 • 2 kjúklingabringur
 • 4 matskeiðar Taco krydd
 • Olía eða PAM sprey til steikingar
 • 1 rauð paprika
 • 1/2 rauðlaukur
 • salsasósa (Gott er að búa til sjálf eða bæta við kóríander í tilbúna)
 • Guacamole (Sjá uppskrift HÉR)
 • Gular baunir
 • Límónusneiðar til að kreista yfir
 • Feta ostur ( án olíu)

Leiðbeiningar-

 • Sjóðið kínóa
 • Steikið kjúklingin á pönnu og hellið taco kryddinu yfir
 • Steikið lauk og papriku á pönnu í olíu
 • Skiptið kínóa í 2 skálar og setjið kjúkling , baunir og grænmeti yfir, setjið því næst salsa, guacamole og kreistið límónu yfir. Gott er að setja smá feta ost yfir en við mælum með hreinum feta án olíu.

Þessi kínóaskál er stútfull af próteini og vítamínum er glúteinlaus og fyllir magan vel. Frábær hádegis eða kvöldmatur fyrir þá sem vilja borða hollan og góðan mat.

Uppskriift fengin HÉR