Góð ráð fyrir betri meltingu frá Náttúrulækningafélaginu

1. BORÐAÐU BARA ÞEGAR ÞÚ ERT SVÖNG/SVANGUR

Fyrsta ráðið er frekar augljóst en fæst okkar fara eftir því. Að borða þegar þú finnur ekki fyrir hungri lætur þig finna fyrir uppþemdu því líkaminn er í raun ekki tilbúin til að brjóta niður fæðu. Reyndu að skilja á milli þess þegar þú ert að borða að vana og þegar þú ert raunverulega svangur/svöng. Samkvæmt Ayurveda er best er að taka þrjá til fjóra tíma á milli máltíða til þess að ná að vinna vel úr fæðunni. Þetta mun hafa áhrif á hvernig þér líður og hversu mikla orku þú hefur. Einnig mælir Ayurveda með því að þú borðir þig ekki alveg sadda/nn

2. BORÐAÐU HÆGT OG Í RÓLEGU UMHVERFI

Mörg okkar rétt náum að henda í okkur djús eða graut og við erum farin út um dyrnar á morgnanna. En það að taka sér tíma í það að borða getur skipt miklu máli þar sem þá erum við meðvitaðri um hvað við erum að setja í líkama okkar og hversu mikið. Aðalatriðið er svo að tyggja vel og vandlega. Það er mjög óhollt að borða á hreyfingu því þá minnka líkurnar á að þú tyggir nægilega vel og þá lætur þú meltinguna vinna vinnuna sem tennurnar eiga að gera og það tekur frá þér mikla orku.

3. VEITTU LYKTINNI, BRAGÐINU OG ÁFERÐINNI Á MATNUM ATHYGLI.

Að veita smáatriðum við máltíðina athygli skiptir máli í að breyta vönum og eykur á ánægju við að borða matinn. Ef þú gefur þér ekki tíma í að bjóta máltíðar með því að þefa, horfa á og bragða matinn sem þú ert að borða þá mun líkaminn ekki kunna að meta hann heldur. Þegar þú tekur þinn tíma í að virkilega upplifa matinn, þá líður maganum fyllri eftir máltíð og þú verður fullnægðari út daginn.

4. BORÐAÐU FERSKAN MAT

Ef maturinn þinn er ekki ferskur þá mun þér ekki líða ferskri/ferskum um á því að borða hann segir í Ayurveda. Það er af því að maturinn hefur misst lífstorkuna sem getur látið þig finna fyrir þreytu og sleni á því að borða hann. Reyndu því að sneiða framhjá fyrirfram elduðum og frosnum mat og afgangar eru heldur ekkert sérlega ferskir og því betra að elda fyrir hverja máltíð.

5. DREKKTU VOLGT VATN

Þegar þú drekkur nóg vatn, þá er auðveldara fyrir mat að fara í gegnum meltingarkerfið. Einnig skiptir máli að þú drekkir volgt vatn, þar sem það tekur aðeins hálftíma að melta það en klukkutíma að melta kalt vatn. Því eyðir líkaminn orku í að hita upp vatnið sem þú gætir notað annars staðar.

6. GEFÐU ÞÉR TÍMA EFTIR MATINN

Mörg okkar eru sífellt á hraðferð og henda disknum í vaskinn og erum farinn af stað liggur við áður en við klárum seinasta bitann. En að skipta svona skyndilega um gír hindrar eiginleika líkamans til að taka upp fæðu, hindrar blóðfæði í maganum og hægir á brennslu. Þú færir ekki að synda strax eftir máltíð og því engin ástæða að hlaupa um á sömu mínútu og þú klárar að borða.

7. BORÐAÐU STÆRSTU MÁLTÍÐ DAGSINS Í HÁDEGINU

Í fræðum Ayurveda segir að þegar sólin er hæst á lofti, þá er meltingareldurinn sterkastur. Við speglum það sem gerist í náttúrunni hvort sem við viljum viðurkenna það eða ekki. Að borða stóra máltíð öll kvöld er óþarfi og gefur líkamanum tíma til þess að klára að melta betur áður en þú ferð í háttinn. Betra er að borða stóra máltíð í hádeginu og léttara á kvöldin. Svo er ráð að hætta að borða nokkrum tímum fyrir svefn.

8. DREKKTU ENGIFER TE

Engifer er algjör töfrarót en hún er góð til að losna við uppþembu eftir stóra máltíð. Fáðu þér vikulega engiferte eftir stóra máltíð því það hjálpar fæðunni að ferðast sneggra um meltingarveginn.

Þessi einföldu ráð ættu að hjálpa þér að melta fæðu betur sem leiðir til meiri orku og aukinnar vellíðan.

Grein frá NLFÍ  HÉR

krom215182