Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Góðir Eplabökubitar án samviskubits!
Þegar sykurpúkin gerir vart við sig er svo gott að eiga inn í kæli eitthvað sem hægt er að narta í án samviskubits. Þessar orkukúlur eru fullkomnar í það hlutverk en blanda af eplum, kanil, döðlum og smá sýrópi gefur næga sætu til að hrekja sykurpúkan í burt.
Innihald
 • 1 bolli þurrkuð epli
 • ½ bolli döðlur
 • ½ bolli möndlur
 • ½ bolli hafrar
 • 1 matskeið hlynsýróp
 • 1 teskeið kanill
 • ⅛ teskeið allrahanda krydd
 • 2 matskeiðar vatn
Leiðbeiningar
 1. Leggið döðlurnar í bleyti (heitt vatn) í um 10 mínútur
 2. Setjið öll hráefnin saman í blandara eða matvinnsluvél og blandið þangað til að það verður að deigi.
 3. Notið skeið til að taka smá af blöndunni og búið til litlar kúlur
 4. Upskriftin ætti að gera um 20 kúlur, restina getið þið geymt í kæli eða frysti.

 

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n (1)