Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Gómsæt skinkuhorn: Einfalt og gott í útileguna

Hérna er einföld og góð  uppskrift af skinkuhornum. Það er ótrúlega fljótlegt og þæginlegt að skella í skammt af skinkuhornum til að taka með í nestisboxi í útileguna eða sumarbústaðinn, nú eða bara fá góða vini í kaffi og góðgæti.

Uppskrift: 

  • 2 dl vatn
  • 2 tsk þurrger
  • 5-6 dl hveiti
  • ½ tsk sykur
  • ½ dl braðdauf olía (ekki ólívuolía)
  • 1 tsk salt

Fylling að eigin vali:

Ég nota góða skinku, camenbert og rifinn sterkan gouda.

Hitið vatnið í sirka 37 gráður. Blandið geri, vatni og sykri saman í skál, setjið viskastykki yfir og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til blandan fer að freyða. Bætið hveiti, olíu og salti saman við og hnoðið saman í deig. Ég hnoða deigið vel saman (3-5 mínútur með hnoðaranum í hrærivélinni). Látið deigið hefast í 30 mínútur (ég læt það hefast í ofninum við 40° án blásturs).Skiptið deiginu í tvennt. Fletjið út eins og pizzur og skerið í 8 sneiðar. Leggið fyllingu á hverja sneið, rúllið upp, leggið á smjörpappírsklædda böknarplötu, penslið með upphrærðu eggi og stráið sesamfræjum yfir. Bakið við 200° í 10-15 mínútur.

krom215