Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Gómsæt uppskrift: Ferskt basil pestó NAMM

Það er fátt betra en ferskt pestó ofan á gómsætt nýbakað brauð,  Hér fyrir neðan getið þið séð ótrúlega einfalda og góða uppskrift af fersku basilpestói.

Það sem þú þarft: 

*Blender eða matvinnsluvél*

2 bollar af ferskum basil (ef að þú ert ekki hrifin/nn af basil getur þú skipt honum út fyrir spínat)

1/2 bolli af ferskum parmesanosti

1/2 bolli af ólívuolíu

1/3 bolli af furuhnetum (getur líka notað valhnetur)

3 hvítlauksgeirar

salt og pipar eftir smekk

Byrjið á því að setja basilinn, ostinn, hneturnar og hvítlaukinn í blenderinn eða matvinnsluvélina, hafið blönduna á snúning og bætið olíunni hægt og rólega við, þegar þú ert búin/nn að setja alla olíuna út í saltið og piprið eftir smekk.

basilpesto.2

Voilá, nú er bara að njóta!