Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Gómsætt döðlubrauð sem inniheldur ekki hvítan sykur né hvítt hveiti.

Þetta gómsæta döðlubrauð frá Gosiu er einstaklega bragðgott. Það er einfalt að búa til og hentar vel með súpu og til að fá sér í morgunmat. Brauðið er næringarríkt, inniheldur ekki hvítan sykur né hvítt hveiti.

INNIHALD: 

750gr spelt

190 gr sezamfræ

90 gr graskerfræ

100 gr möndlumjöl

2msk vinsteinslyftiduft

120 gr hunang

120 gr hakkað döðlur

400 ml vatn

1 tsk salt

dodlur_braud

AÐFERÐ: 

Blanda saman i skál og setja i brauðform. Stilltu ofninn á 175 gráður og bakaðu í 45 mínútur.

Grein frá NLFÍ HÉR

Verði ykkur að góðu!

krom215