Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Gómsætt Pasta: Kjúklingur, beikon og avocado!

Þetta pasta er alveg ómótstæðilegt. Hér mætast margar bragðtegundir og koma saman á einhvern undraverðan hátt í þessum gómsæta rétt. Þessi er fullkominn í matarboðið eða hreinlega bara á notalegu kvöldi með fjölskyldunni.

Það sem þú þarft: 

Pastað:

0,5 kg af pasta, soðið og þerrað

2 avocado skorin í bita

1 brokkolíhöfuð, skorið

4 tómatar, skornir

1 agúrka, skorin

1/2 rauðlaukur, skorinn

120gr af svörtum ólívum, niðurskornum

1 pakki af beikioni, niðurskorið

2 kjúklingabringur, niðurskornar og eldaðar

3/4 bolli af ferskum parmesanosti

Dressing: 

1 matskeið af Dijon sinnepi

3 hvítlauksgeirar, saxaðir

1/4 teskeið af cayenne pipar

1 teskeið hvítlaukssalt

1 teskeið kúmen

2 teskeiðar svartur pipar

1 1/2 teskeið salt

3/4 bolli af ediki

3/4 bolli af ólívuolíu

Aðferð:
Blandið öllu saman í stóra skál og hrærið vel, berið fram við stofuhita með gómsætu hvítlauksbrauði og ekki skemmir fyrir að grípa sér eitt gott rauðvínsglas til að skola þessu niður.

Uppskriftin var fengin hér: http://www.mykitchenescapades.com/2008/08/chicken-avacado-and-bacon-pasta-salad.html