Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

GOOGLE er að koma til Íslands!

Google er að koma til Íslands á vegum fyrirtækisins The Engine Iceland og verða með ráðstefnu í Hörpu á föstudaginn 23.september.  Okkur hjá KRÓM er boðið á ráðstefnuna og til að vita meira heyrðum við í honum  Þór sem er í forsvari fyrir ráðstefnuna og fengum að leggja fyrir hann nokkrar spurningar.

thor_bw_staff

Þór Matthíasson

Við báðum Þór að segja okkur aðeins frá sér

Fyrir áratug síðan starfaði ég sem video klippari, eða myndráður eins og það kallast á íslensku hér á Íslandi. Það entist í þó nokkur ár eða þar til 2006, þegar ég ákvað að flytja til Peking hefja nám við kínverskt tungumál og hagfræði. Eftir að ég útskrifaðist í byrjun 2012 flutti ég til Hong Kong þar sem ég var í rúm tvö ár að vinna í sölu og markaðssetningu. Þar á eftir flutti ég heim og hóf meistara nám í Alþjóða Viðskiptum og skrifaði til að mynda MSc ritgerðina mína um kínversk fyrirtæki og þeirra áhættu í hefja rekstur í Evrópu. Þannig að á þeim tíma lá leið mín nokkuð ljós fyrir mér; að starfa í samskiptum, líklega viðskiptalegs eðlis á mill Kína og Íslands/Evrópu. En eftir að hafa unnið við stafræna markaðssetningu í Hong Kong þá  sá ég hvað það voru margir möguleikar fyrir hendi og því ákvað ég að spreyta mig á því. Ég endaði því hjá The Engine Iceland  fyrirtækinu sem ég hef unnið hjá síðastliðin tvö ár við að aðstoða fyrirtæki við greiningu og markaðssetingu. Hvað ráðstefnuna varðar, þá er ég tengiliður Google hjá The Engine Iceland og hef unnið síðastliðna mánuði, ásamt starfsfélögum mínum við að fá þá til landsins og halda kynningu.

Af hverju eru Google að koma til landsins?

Google er er eitt frægasta, ef ekki frægasta fyrirtæki í heiminum þessa stundina og tengja þá flestir  við Google leitarvélina. En það sem ekki allir gera sér grein fyrir er að Google er stærsta auglýsingaveita í heimi, þar sem þeir bjóða upp á að auglýsa texta auglýsingar, borða auglýsingar og video auglýsingar á Youtube svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að auglýsa á þessum miðlum í gegnum gríðarlega öflugt markaðstól sem nefnis Google Adwords. Íslenskir atvinnurekendur og fyrirtæki hafa notast við þetta stafræna markaðstól Google Adwords í fjölda ára til að koma fyrirtækjum sínum og þjónustu á framfæri. Með aukningu ferðamanna keppast þessi fyrirtæki um að ná sem fyrst til ferðamanna áður en þeir koma til landsins. Við hjá The Engine erum Google Premiere partner og höfum verið í nánu samstarfi með þeim í fjölda ára. Okkur fannst komin tími á að fá þá hingað til Íslands til þess að halda kynningu á hver þróunin hefur orðið að leitum um ísland á Google og hvert það virðist stefna næstu árin.

Er ráðstefnan öllum opin?

Já ráðstefnan er öllum opin, en er með skráningargjald. Við hvetjum alla til að skrá sig sem að hafa áhuga á stafrænni markaðssetningu.  HÉR er linkur á skráningu.

Hverjum nýtist  ráðstefnan best?

Þeir sem koma á vegum Google ætla að reyna svara spurningum svo sem;

  • Hver virðist þróunin vera þegar það kemur að stafrænni markaðssetningu?
  • Hverju eru ferðamenn að leita að þegar þeir eru að kynna sér ísland?
  • Hvernig er hægt að besta vefinn fyrir snjallsíma notendur?

Svo eitthvað sé nefnt. Þannig að í stuttu svari gæti ég sagt að ráðstefnan gæti nýst öllum þeim sem eru að huga að stafrænna markaðssetningu, en ráðstefnan er  helst miðuð  að ferðamannaiðnaðinum.

Takk fyrir spjallið Þór og við hlökkum til að koma á áhugaverða ráðstefnu á föstudaginn.

krom215