Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Of gott til að vera satt – Mozzarella kjúklingarúllur sem allir verða að prófa !
Hráefni
 • 1 kg kjúklingabringur
 • 1 bolli rasp (best að nota heilhveiti)
 • 6 matskeiðar Parmesan ostur
 • 150 gr spínat
 • 1 hvítlauksgeiri og olía til steikingar
 • ½ bolli ricotta ostur ( líka hægt að nota kotasælu)
 • ⅓ bolli eggjahvítur
 • Ferskur mozzarella ostur, skorinn í sneiðar
 • 1 bolli tómatmauk/sósa ( Hvaða sósa sem þér finnst góð, hægt að kaupa tilbúnar pastasósur td)
 • Fersk basilika

Aðferð

 1. Undirbúið kjúkling: Berjið kjúklingabringurnar þangað til að þær fletjast aðeins út. Setjið raspið í grunna skál og setjið 2 matskeiðar parmesan ost samanvið. Geymið til hliðar.
 2. Undirbúið fyllinguna: Skerið spínatið svo það sé auðveldara að eiga við það og steikið á pönnu með olíu og smátt skornum hvítlauksgeira í 2-3 min. Setjið í skál spínatið, ricotta ostinn(kotasæluna), restina af parmesan ostinum og 2-3 matskeiðar af eggjahvítunni. Setjið restina af eggjahvítunum í skál og setjið til hliðar.
 3. Aðferð: Setjið olíu í botnin á stóru eldföstu formi og hitið ofnin á 190 gráður. Takið kjúklingabringu sem er búið að fletja út og setjið eina matskeið af ricotta og spínat fyllingunni í miðjuna, rúllið síðan kjúklingnum upp. Dýfið og ofan í eggjahvítuna og rúllið upp úr raspinu. Setjið í eldfasta formið og endurtakið með allar bringurnar. Bakið í 25 mínútur.
 4. Loka skref: EFtir 25 mínútur ætti kjúklingurinn að vera eldaður í gegn og fallega brúnaður. Hellið tómat-pastasósu yfir og setjið sneiðar af Mozzarekka osti yfir, bakið í 3-5 mínútur til viðbótar eða þar til osturinn hefur bráðnað. Stráið yfir ferskri basiliku.

 

 Uppskrift fengin HÉR

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR