Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Greige – Grá/beige er fallegur hlýr litur fyrir heimilið

Við fjölskyldan fluttum á árinu og höfum verið að gera og græja íbúðina síðan. Þetta er allt að koma og ég hlakka til að deila myndum með ykkur af nýja heimilinu. Þegar við keyptum voru allir veggir málaðir í grá, brúnum lit ásamt hurðum, hurðakörmum og skápum. Ég var alls ekki viss með þetta fyrst um sinn en ákváðum að gefa þessu smá séns þar sem fyrrum eigandi var nýbúin að láta mála allt. Ég hef aldrei verið hrifin af brúnum lit á veggjum og það truflaði mig smá að sjá þennan brúna tón, ég er þó heldur betur búin að skipta um skoðun og elska litinn á veggjunum og mjög glöð að ég hafi ekki málað yfir hann í fljótfærni.

Greige eins og þessi litasamsetning er oft kölluð getur verið í mörgum tónum. Dökkir, ljósir, meira út í grátt eða meira út í brúnt… Ég myndi segja að okkar væri einhverstaðar alveg í miðjunni. Liturinn er þó rosalega misjafn eftir birtu en stundum er hann rosalega grár en getur líka verið meira út í beige frá öðru sjónarhorni.

Ég ætla að geyma aðeins að deila myndum frá mér en þangað til deili ég hérna með ykkur fallegum innblásturs myndum þar sem Greige er ráðandi!

xx

Íris Tara