Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Gúrý – Að eiga góðar vinkonur er dýrmætt

Ég er svo ótrúlega heppin að fá að vera samferða frábærum vinkonum í gegnum lífið.

Ég á æskuvinkonur sem ég kynntist þegar að ég var 12-13 ára, en sá hópur samstendur af sex stelpum með mér.

Þessi vinskapur er mér afskaplega dýrmætur.

Að að eiga sömu vinkonurnar sem maður upplifði flest af sínum fyrstu ævintýrum lífsins með er ómetanlegt.

Fyrsti kossinn, fyrsti kærastinn, fyrsta ástarsorgin, fyrsta fyllerýið, fyrsta Kringuferðin án mömmu og þú varst komin með UK-17 kort!

Allt fjörið í gaggó, félagsmiðstöðvar, böllin og prófa að reykja sígarettur.

„Segðu við mömmu þína að ég gisti hjá þér og ég segi við mömmu mína að ég gisti hjá þér og svo verðum við úti alla nóttina“mómentin.

Þetta eru minningar sem verða aldrei teknar frá okkur.

Hinn vinkonuhópurinn minn, ef það er hægt að kalla hann hóp, þar sem við erum bara þrjár í honum er þannig að þegar að við mætum á svæðið er eins og við séum níu saman. Hláturinn og lætin eru samkvæmt því.

Ég var 17 ára þegar að ég kynntist þeim, þessar tvær stelpur komu inn í lífið mitt á svo háréttum tíma.

Við höfum hjálpað hvor annari í gegnum erfiða tíma, við höfum dansað alla nóttina saman, við höfum borðað óendanlega margar súpur á ASÍU saman, við höfum hlegið saman, grátið og hlegið meira.

Það eru ekki ófá skiptin sem hlátursköstin hafi endað með að maður pissi næstum í sig.

Það er aldrei leiðinlegt með þeim.

Vinskapurinn sem ég á með öllum þessum stelpum tek ég ekki sem sjálfsögðum hlut.

Að eiga góða vinkonu sem þú treystir, bakkar þig upp no matter what, er alltaf til staðar fyrir þig, hlær með þér og grætur er bara svo dýrmætt.

Til að eiga góðan vinskap þá þarf maður að rækta hann eiginlega eins og hjónaband því annars endar hann bara með (að)skilnaði.

Þó að ég búi í öðru landi þá tölum við reglulega saman, sumar tala ég meira við en aðrar.

En þrátt fyrir að hafa ekki heyrst í einhvern tíma þá er alltaf eins og við höfum heyrst í gær.

Það kalla ég sanna vináttu.

Ég á eftir að elska allar þessar stelpur til dauðadags.

Ég elska vinskap sem á langa sögu. Ég elska gamlar og góðar minningar, ég elska að hlæja af  því hvernig maður var einu sinni.

Þó að við séum að detta í fertugt, flestar giftar og komnar með börn þá látum við alltaf eins og gelgjur þegar að við hittumst. I love it !

Ég gæfi nú mikið fyrir að geta hitt þessa gullmola vinkonur mínar oftar og knúsað þær.

Aldrei taka vinkonu þína og vinskap sem sjálfsagðan hlut, láttu vinkonu þína vita hvað þér þykir vænt um hana og hvað hún skiptir þig miklu máli, það geri ég.

Köben Knús

Gúrý

gury@krom.is

Snapchat gury79 / instagram.com/guryfinnboga/