Gúrý Finnbogadóttir skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

Gúrý – Ég er þessi pirrandi týpa til að fljúga með og fékk flugmann til að svara þeim spurningum sem flestir vilja vita

Ég er þessi pirrandi týpa til að fljúga með, ég er svo sjúklega mikið flughrædd sem er frekar leiðinlegt fyrir mig þar sem við búum í Köben og fljúgum mikið á milli Íslands og Köben.

Oftar en ekki er ég búin að rissa niður á pappír hvar börnin og hundurinn okkar eigi að búa áður en við Breki erum að fara eitthvað tvö í vinnuferð eða frí. Mér finnst nauðsynlegt að hafa þetta allt á hreinu ef að vélin skildi nú fara niður.

Ég get td alls ekki fengið mér í glas áður eða í vélinni, ég verð náttúrulega að vera með fúllufemm ef að það gerist eitthvað á leiðinni, akkurat eins og flugmaðurinn mundi eitthvað leita eftir minni aðstoð ef þess þyrfti.

Mér finnst ekkert meira pirrandi en að heyra setninguna ” það er meiri hætta á að þú lendir í bílslysi en flugslysi ”

Já já ég veit allt um það !

EN ef þú lendir í bílslysi þá eru kannski einhverjar líkur á að þú lifir það af, flugslys þá er þetta bara búið sko.

Ég er með mjög fasta rútínu sem ég geri fyrir hvert flug og ég þori sko alls ekki að jinxa henni því þá er ég viss um að ég mundi pottþétt hrapa. Ég fer td alltaf í sturtu um nóttina fyrir flugið, ég sef bara í ca 3 tíma nóttina sem ég er að fara, borða aldrei fyrir flug, hringi alltaf í Rut bestu vinkonu mína sem er flugfreyja hjá Icelandair og spyr hana yfirleitt sömu spurningarnar og stíg ALDREI upp í vélina nema að vera með alla krossana mína, bara svona svo að eitthvað ég nefnt.

Þegar að ég labba ranann til að fara inní flugvélina þá er ég næstum því viss um að mér líði eins og fanga á death row sem er á leiðinni í rafmagnsstólinn.

Ég læt þetta nú samt ekki stoppa mig neitt og ég ferðast alveg semý mikið.

Þegar að við bjuggum í Vietnam þá flaug ég alveg nokkrum sinnum ein með Ísabelluna okkar frá Hanoi Vietnam og til Köben, ásamt því að við Breki höfum farið nokkrum sinnum í vinnuferðir til Bangkok.

Það er bara þessi ónota tilfinning sem ég væri til í að sleppa við 2-3 dögum fyrir flug, öll orkan sem fer í að vera hrædd er alveg rosalega þreytandi.

Ég ákvað að senda á einn vin minn sem er flugmaður og spurja hann nokkrar spurningar sem mig langaði að vita um flug og flugvélar.

Hann var svo elskulegur að nenna að svara þeim fyrir mig.

Ef einn hreyfill bilar hrapar þá vélin ? 

Í nútíma flugi telst ekkert svakalegt mál ef einn hreyfill bilar. Í gamla daga var þetta meira mál þar sem hreyflarnir voru öðruvísi og áreiðanleiki þeirra ekki jafngóður. Flugvélar geta auðveldlega flogið á einum hreyfli og klárað sig af fluginu án einhverra vandræða. 

EN ef báðir bila, hvað þá ? 

Það er hinsvegar aðeins erfiðara mál og er þá helsta vandamálið staðsetning flugvélarinnar og flughæð hennar. Er hún nálægt flugvelli eða utá miðju Atlandshafi. Vélin Svífur ótrúlega langt og geta flugmennirnir flogið henni þannig en hún heldur ekki flughæð einsog ef hreyflarnir væru í gangi, því er mikilvægt að finna lendingarstað sem allra fyrst hvort það er flugbraut eða eitthvað annað einsog Hudson river einsog capt Sully leysti svo einstaklega vel.

Ef það flýgur fugl inn í hreyfilinn , hrapar þá vélin ? 

Hreyflarnir eru hannaðir og prófaðir við hönnun að geta tekið ákveðið mikið af fugl í gegnum sig. En stundum gerist það að fuglarnir eru of margir eða of stórir og getur þá hreyfillinn bilað. En þá er flugið klárað á hinum hreyflinum án vandræða nema um báða hreyfla sé um að ræða þá gerist ( spurning 2 )

Ef það er törbjalans og vont veður getur vélin þá hrapað ? 

Flugvélarnar eru hannaðar til þola ótrúlega mikinn turbulence og er það alveg ótrúlegt hvað hægt er að leggja á vélarnar. Það er ekki vandamál að fljúga i miklum turbulence en vissulega getur það verið virkilega óþægilegt og og forðast flugmenn það alltaf einsog mögulegt er. Vélin hrapar ekki við það að fljúga í turbulence og er það bara partur af flugi að lenda einstaka sinnum i þannig aðstæðum.

Dobbultjékka allir flugmenn á vélinni áður en hún fer í loftið ? 

Vélin er alltaf skoðuð fyrir hvert flug bæði af flugvirkjum og svo áhöfninni ( flugmenn ) sem er að fara fljúga á vélinni.

Getur kviknað í hreyflinum í miðju flugi ? 

Það er vissulega mögulegt að það komi upp eldur í hreyfli í miðju flugi en það er afar ólíkllegt. Í miðju flugi er litlar breytingar á hreyflinum og lítil hætta á þannig bilunum en flugmennirnir eru þjálfaðir til þess að leysa þannig vandamál ásamt öðrum sem geta komið upp.

Er það rétt að mesta hættan sé fyrstu 7 míní takeoff og síðustu 7 mín í landing ?

Ef svo er, afhverju ? 

Ástæðan fyrir því að það er sagt að mesta hættan er í flugtaki og lendingu er sú þá eru mestu breytingarnar á hreyflinum. Í flugtaki er verið að nota mikið afl og mikill hiti sem fylgir því og svo í lendingu er verið að minnka afl og breyta aflsetningum. Einnig fylgir því mikil athygli hjá flugmönnunum í flugtaki og lendingu og teljast þetta vera mest krefjandi aðstæðurnar í fluginu.

Er maður í meiri hættu ef maður flýgur með ódýru flugfélagi ? 

Öll flugfélög eru mismunandi og erfitt að segja til um hvar er best að fljúga en gott er að hafa í huga hvaða félög setja öryggi númer eitt og eru búinn að vera til staðar í einhver tíma án vandræða.

Getur dekkið sprungið í lendingu ?Ef já hvað mundi gerast ? 

Það er möguleiki að dekk geti sprungið ef þau eru orðinn mjög slitinn. En þar komum við aftur að stefnu félagsins að viðhaldsmálum og öryggi, en hættan að dekki springi ef allt er eðlilegt afar ólíkleg. Ef eitt dekk springur þá gerist ekkert og finnur farþeginn ekki neitt fyrir því því vélin er með fleiri dekk. ( þotuflug )

Ef glugginn mundi brotna í miðju flugi mundi maður sjúgast út um gluggann ? 

Líkurnar á að gluggi brotni eru nánast engar. Glugginn er byggður úr fleiri en einu lagi og engar líkur að þetta gerist. En ef svo ólíklega vildi til að það myndi gerast þá er gatið það lítið að það yrði ekki mikið sog þannig þú myndir ekki sogast út.

Getur farþegi opnað hurðina í miðju flugi ? 

Ekki er hægt að opna hurð á flugi. Þrýstingsmunurinn inní vélinni og fyrir utan er ekki sá sami sem verður til þess að ekki er mögulegt að opna hurðina.

 Gerist eitthvað í take off og landing ef maður setur ekki símann/ipad á airplan mode ? 

Í stuttu máli gerist ekki neitt, en hinsvegar er flugvélar orðnar svakalega tæknivæddar og mikið um rafbúnað um alla vél og alltaf mögulegt að einhver truflun eigi sér stað ef allir farþegar í vélininni eru að nota símann.

Ef aðal flugmaðurinn verður veikur í miðju flugi getur co flugmaðurinn flogið vélinni ?

Flugmenn eru þjálfaðir reglulega að klára sig af því ef annar flugmaður verður óstarhæfur. Þannig stafar ekki ógn af þannig aðstæðum.

Verður þú einhverntímann sjálfur hræddur í flugi ?

Flugmenn verða að ég tel ekki hræddir við störf sín en geta fengið smá ónotatilfinningu. En með aukinni reynslu flugmanna eru menn oftar í aðstæðum sem þeir hafa séð áður og vita nákvæmlega hvað er best að gera.

Ok mér líður alveg pínu betur eftir að hafa fengið svar við þessum spurningum og innst inni þá veit ég alveg að það gerist ekkert eða allavega mjööög litlar líkur á því.

En þangað til að ”læknast” af þessu þá held ég bara áfram með þessar athafnir sem ég geri fyrir hvert flug, þá ætti ég að komast safe á leiðarenda.

 

XxX

Gúrý

gury@krom.is

 Instagram guryfinnboga 

Snapchat gury79