Gúrý – Gjöf sem gefur áfram.

Hversu oft lendiru í því að vera boðin td í afmæli og vera alveg hugmyndalaus hvað þú átt að gefa ?

Flestir vinir manns eiga allt sem þeim langar í og vantar oft þannig séð ekkert.

Svo maður er að vandræðast hvort að maður eigi að gefa enn einn Omaggio blómavasann eða littala kertastjaka.

 

Þetta er akkurat sem mamma og pabbi voru að bögglast við um daginn.

Þeim var boðið í sjötugs afmæli hjá gömlum vin, en sá maður er tannlæknir og ég er nokkuð viss um að honum vanti ekkert.

Svo pabbi og mamma ákváðu að gefa honum geit.

Fyrir aðeins 3200 kr er geit gefin til fátækrar fjölskyldu eða munaðarlausra barna í Úganda.

Geit gefur af sér mjólk, tað til áburðar, afkvæmi og skinn sem ýmist má nota heima eða selja fyrir nauðþurftum.

Taðið bætir uppskeruna, fæðan verður fjölbreyttari með prótínum geitaafurðanna og heilsan batnar.

Afkoman verður öruggari en með uppskerunni einni saman og lífsgæðin meiri.

 

Kannski er það útaf því að ég er orðin svo mikil útlendingur eftir næstum því 15 ára búsetu í Köben að ég hef ekki heyrt um þetta áður.

Mér fynnst þetta svo rosalega sniðug og með eindæmum falleg gjöf til að gefa því hún gefur áfram.

Karma people KARMA.

Hér geturu keypt geit hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar.

Hjálparstarf kirkjunnar bíður upp á marga möguleika um hvað maður getur gert til að hjálpa, svo ef þig langar að gera góðverk í þínu nafni eða annara endilega ýttu þá hérna

 

XxX

Gúrý

gury@krom.is

 Instagram guryfinnboga 

Snapchat gury79