Gúrý – Heimatilbúin fataskápur öðruvísi og flottur

Það er yfirleitt þannig þegar að maður flytur inn í íbúðir í Köben, að það eru hvorki fataskápar né ljós í íbúðunum. Okkar íbúð var ekkert öðruvísi.

Við fluttum inn í nýuppgert loftrúm á besta stað á Amager. Íbúðin er eignilega öll undir súð svo það var pínu trikkí að finna fataskáp sem mundi passa flott inn. Breka manninum mínum langaði að smíða spes skáp undir eina súðina inn í herbergi en ég gat nú ómögulega beðið eftir því.

Búin að vera búandi í ferðatösku í x margar vikur. Svo ég æddi í Ikea og keypti skáp sem við höfum hatað síðasta þrjú og hálfa árið.

Fyrir ca mánuði síðan stóð ég inn í herbergi og horfði á þennan risavaxna ljóta skáp sem var alveg að eyðileggja lúkkið á herbergi Breka jr, syni okkar.

Ég kallaði fram í stofu og spurði manninn minn hvort að við ættum ekki að láta verða af þessu, rífa helv…bara niður og smíða nýjan skáp.

„Núna?“ heyrðist í honum, en ég með mína strax-veiki eins og pabbi minn segir að ég hafi, þá var svarið mitt auðvitað „JÁ NÚNA“.

Skápurinn var rifin niður á laugardagskvöldi, fötunum hennt á loftdýnu á stofugólfið og svo fór smíðavinnan í gang.

Mig hefur alltaf dreymt um „Walk in closet“ og auðvitað lét maðurinn minn þann draum rætast.

Við notuðum hillurnar úr gamla skápnum og einn spegil, það er frábært að geta endurnýtt.

Við keyptum stálrör til að nota sem fataslár, en það er frábær og ódýr laus.

Ég vildi fyrst mála skápinn hvítan og hafa þetta bara stílhreint.

En skápurinn er staðsettur inn í herbergi hjá einum 5 ára þá er kannski skemmtilegra að gera eitthvað annað.

ð.

Við ákváðum því að kaupa gömul teiknimyndablöð. Keyptum 68 stk, klipptum út eins og engin væri morgundagurinn og dekkuðum allan skápinn í þeim.

Við notuðum trélím undir myndirnar, svo þegar að allt var komið á hann rúlluðum við skápinn með trélími til að fá smá glans á myndirnar.

Þetta var rosalega mikil vinna, en skemmtileg.

Ég er svo ánægð með lokaútkomuna.

Maðurinn minn er náttúrlega algjör snillingur að hafa getað þetta og hann er ekki einu sinni smiður.

Teiknimyndablöðin komu betur út en ég átti von á.

En það sem mestu máli skiptir er að hér er ein 5 ára alsæll með nýja „vegginn” inní herberginu sínu.

Köben Knús

Gúrý

gury@krom.is

Snapchat gury79 / instagram https://www.instagram.com/guryfinnboga/