Gúrý – Svona eru jólin hjá Hörpu Einars.

Harpa Einars sem gengur undir listamanna nafninu Ziska og er eigandi og hönnuður MYRKA ,

og er ein af þeim íslenskum konum sem ég lít upp til.

Þrátt fyrir mótlæti hefur hún af krafti, ástríðu og þrautsegju, náð á aðdáunarverðan hátt að lifa af því sem hún elskar að gera.

Hæfileikarnir og sköpunargleðin hjá henni eru með ólíkindum.

Hvort sem það eru listaverkin hennar eða fötin sem hún gerir þá er þetta allt mind blowing hlutir hjá henni.

Ég bíð eftir deginum sem þessi flotta kona sigrar tísku og listamanna heiminn.

Æðislegur púði sem Harpa gerði fyrir Lín Design

Við Breki erum svo heppin að eiga tvö listaverk eftir hana sem við gjörsamlega elskum.

Hesta hauskúpa

OG

Geitar hauskúpa

 

 

Víst það eru nú að koma jól þá ákvað ég aðeins að forvitnast um hvernig jólin eru hjá henni.

ERTU JÓLABARN : Jà èg hef alltaf verið mikið jólabarn en það hefur þó farið minkandi með árunum eftir að afkvæmin uxu úr grasi, en nautnaseggurinn hverfur eflaust aldrei!

HVAÐ FINNST ÞÉR BEST VIÐ JÓLIN : Að fara í sveitina til hans pabba míns og moka flórinn fyrir jólamatinn er alveg yndislega hressandi, en þar er oft margir fjölskyldumeðlimir á öllum aldri og pakkaflóðið nær yfir alla stofuna, en það besta er að leggjast út af saddur og sæll í lok kvöldsins og lesa góða bók!

HVAÐ ER Á ÓSKALISTANUM FYRIR ÞESSI JÓL : Reiðfatnaður og myndavél

UPPÁHALDS JÓLAMYND : Ég afkvæmin mín elskum Grinch og svo er christmas vacation klassík

UPPÁHALDS JÓLALAG: Blue Christmas með Elvis Presley

EF ÞÉR STÆÐI TIL BOÐA AÐ HALDA JÓLIN ERLENDIS HVAÐA LAND YRÐI FYRIR VALINU OG AFHVERJU :
Hawai.. lofaði móður minni að fara með hana þangað einhver jólin, vona að sá draumur rætist fyrr en síðar

HVAÐA LIT TENGIR ÞÚ VIÐ JÓLIN  :Hvítan

BESTA JÓLAGJÖF SEM ÞÚ HEFUR FENGIÐ : Sonur minn, fæddur 1 des,

HVAÐ ER Í MATINN HJÁ ÞÉR Á AÐFANGADAG : Mjög misjafnt eftir því hvar ég er, en oftast margrétta í sveitinni, rjúpur, hamborgarahryggur og læri!
HVENÆR KEMUR JÓLASKAPIÐ : Þegar ég set Elvis á fóninn

HLUSTARU Á JÓLALÖG Á HVERJUM DEGI Í DESEMBER : Nei.

HÉR er INSTAGRAMMIÐ hennar Hörpu, það er rosalega gaman að fylgjast með hvað hún er að gera.

Hún er alltaf sjúklega töff, ferðast mikið innan sem utanlands og er endalaust að gera eitthvað skapandi.

Myndirnar hennar eru  skemmtilegar og flottar en hún er klárlega ein af þeim sem maður á að vera FOLLOWA.

Ég mæli eindregið með því að kíkja til Hörpu í Grandagarð 25 þar sem hún og fleiri flottir listamenn og hönnuðir eru með Pop Up Shop.

Það er opið alla daga frá kl 10 til kl 18.

 

En svo geturu líka verslað vörurnar hennar HÉR allan sólarhringinn.

 

XxX

Gúrý

gury@krom.is

 Instagram guryfinnboga 

Snapchat gury79