Gúrý – Tímarnir breytast og börnin með.

Við eigum litla skottu, eða ætti ég frekar að segja verðandi ungling, hana Ísabellu sem varð 11 ára í sumar.

Hún er gömul sál eins og Tinna frænka sín ( litla systir mín ).

Rosalega samviskusöm og dugleg stelpa, með hjartað á hárréttum stað. Ef við hjónin höfum gert eitthvað rétt í lífinu þá er það uppeldið á henni.

Ég hef stundum verið að kíkja með öðru auganu þegar að Ísabella er að horfa á sína vanalegu Disney þætti og hef velt því fyrir mér hvort að þessar stelpur í þessum þáttum séu ekki fullmikið málaðar, aðeins of fullorðnislega klæddar, með rosalega hárlengingar og miklar greiðslur miðað við aldur.

Er þetta viðmiðið sem litlar stelpur eiga að hafa í dag ?

Ísabella hefur aðeins verið að færa sig upp á skaftið með föt að gera, velja sér peysur sem eru í styttri kantinum

( mamman treður henni alltaf í nærbol innan undir by the way, ekkert bert á milli á minni vakt ) voða hrifin af strúts pels jökkum og  reyndir hún núna að sanfæra móðir sína um að kaupa gallabuxur með götum á.

Hún sagði við mig um daginn að henni langaði í netsokkarbuxur. Uuu wait what ?

Þá hafði hún rekist á vinkonu sína þegar við vorum á Íslandi í sumar en sú hafði verið í netsokkabuxum undir rifnum gallabuxum.

Ég fékk létt sjokk þegar að ég sá hana því fyrir mér er þessi vinkona hennar bara enn 9 ára í mínum augum en ekki nýbyrjuð í 8. bekk.

Ég sagði við Ísabellu að mér fyndist hún sjálf kannski full ung til að byrja að ganga í netsokkabuxum og minnti hana á að þetta væri outfit sem ég væri stundum í.

En þar sem hún hefur munninn fyrir neðan nefið þá fékk ég comment frá henni sem hljómaði svona,

„Mamma ert þú ekki bara doldið gömul til að ganga í rifnum gallabuxum og netasokkabuxum“?

Halló! klárlega ekki, ökuskírteinið segir kannski 38 ára but my mind says 26. Hvað er þessi krakki að rugla?

Kannski er þetta bara ég, tímarnir eru að breytast og mér gengur hægt að breytast með, finnst stelpur oft alltof ungar þegar að þær byrja að Contour-mála sig, greiða og klæða eins og einhverjar 20 ára stelpur.

Ég er kannski of mikið að reyna halda í barnið í Ísabellu, ef ég mætti ráða þá væri hún helst alltaf bara 11 ára.

Mér finnst stundum litlar stelpur í dag vera með meira make-up á sér en flestar dragdrottningar.

Kannski eru það skilaboðin sem þessar ungu stelpur fá í dag. Miklar kröfur um þessa blessuðu útlitisdýrun alltaf hreint.

Ég hef svo oft séð stelpur úti á götu, kannski 12-14 ára málaðar fyrir allan peninginn, búnar að vera að horfa á einhver Kim K video á Youtube um hvernig á að „contouring“ sjálfan sig en enda á því að líta út eins og einhverjir stríðsmenn.

Stelpur „Less is more“ og á meðan að þið hafið húðina í að þurfa ekki að vera að sparsla ykkur svona mikið í framan, plís njótið þess!

Trust me, oftar en ekki horfi ég í spegilinn á morgnana og vildi óska að smá púður og gloss væri nóg á andlitið.

Það liggur ekkert á að verða fullorðin, hvorki í útliti né hegðun.

Eins og ég hef tekið fram áður þá er ég mikil SKAM-aðdáandi og er því að „followa“ nokkra af þeim sem voru að leika í þáttunum.

En ég rakst á dálítið góðan póst fyrir einhverju síðan frá Ulrikke sú sem lék Vilde í þáttunum.

Þar póstaði hún mynd af sér þegar að hún var 14 ára VS hvernig 14 ára stelpur eru í dag.

 

Þá fór ég að fletta í gegnum gamlar myndir af okkur vinkonunum þegar að við vorum á unglingsárunum góðu, ásamt því að ég googlaði myndir af stelpum í dag sem eru ca 12-15 ára.

Þvílíki brandarinn.

En afþví að ég á bestu vinkonur og systir í heimi þá gáfu þær mér leyfi til að nota myndir af þeim í Then VS Now klippimyndir.

Ef að orðatiltækið ” myndin segir meira en 1000 orð ” á ekki við núna þá veit ég ekki hvað.

     Verði ykkur að góðu !

Saving the best for last gott fólk, hér er ég 14 ára gömul í leðurjakka af stóra bróðir mínum OG blúnduvesti af ömmu, takk fyrir og bless.

 

XxX

Gúrý

gury@krom.is

 Instagram guryfinnboga 

Snapchat gury79