Gúrý – Vertu besta eintakið af þínum aldri.

Ég man eftir því þegar að ég var yngri að ég heyrði fólk oft segja (aðallega konur samt)  ” aldur er bara tala ” og ég var ekki alveg að fatta hvað þær voru að meina. EN núna skil ég það, kannski afþví að ég er sjálf að detta í FERTUGT eftir 3 ár.

Það kemur alveg fyrir að mér bregður þegar að ég lít i spegil og sé þessa þreyttu, ”gömlu ” hrukkóttu konu horfa á móti mér í speglinum.

Hver er þessi kona  ? Hvar er þessi 25 ára stelpa ? En svo fatta ég að þessi 25 ára stelpa býr bara inní mér en ekki utan á mér lengur.

Svo sagði elsku pabbi minn við mig ( hann er sko gúru-inn minn  )

” Gúrý mín, vertu bara besta eintakið af þínum aldri”

Ég held án efa að þetta sé eitt það besta ráð sem ég hef fengið og ég tók það svo sannarlega til mín.

Hvað með það að ég geti bara drukkið einu sinni í mánuði og verð þunn í 4 vikur á eftir ?

Hvað með það að ég er orðin þreytt kl 21.30 á kvöldin og vill fara að sofa ?  Hvað með það þó að ég kjósi frekar að eiga kósý kvöld með börnunum mínum og manni borðandi nammi og drekkandi kók frekar en að fara á pöbbarölt ?

Hvað með það að ég nenni ekki að klæða mig á sunnudagsmorgnum og fari í göngutúr með hundinn á náttbuxunum ?

OG hvað með það þó að ég sé ekki eins slétt í framan og ég var fyrir 10 árum.

SO BE IT,  þessi ”25 ára ” stelpa er búin með pakkann og er þakklát fyrir það.

Ég þakka fyrir að fá að eldast og ég ætla að halda áfram að vera BESTA eintakið af mínum aldri.

Ég á alltaf eftir að vera í biker leðurjakka, þröngum gallabuxum, hlustandi á glamúr metalrokk, sama hversu gömul ég verð.

Aldur er hvort sem er bara tala.

Kveðja

Gúrý

gury@krom.is