Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hættulega góðar smákökur fyrir jólin !

Eru þið byrjuð að baka fyrir jólin?  Þið verðið að bæta við þessum girnilegu smákökum í jólabaksturinn ! Ég rakst á skemmtilegt uppskrifarblogg þar sem hún notast mikið við pakkabúðing í upskriftirnar.. Þið vitið þessir frá Royal td sem allir elskuðu sem börn ! Búðinginn notar hún í smákökuuppskriftir en setur nokkar matskeiðar af pakkaduftinu með og segir að við það skapist fullkomin áferð á kökurnar.. NAMM !

Dásamlegar og mjúkar súkkulaðibitakökur

 

 

Innihald:

 • 100 gr ósaltað smjör
 • 1/2 bolli púðursykur
 • 1/4 bolli hvítur sykur
 • 1 stórt egg
 • 1/2 teskeið vanilludropar
 • 1 og 1/2 bolli hveiti
 • 2 matskeiðar af pakka búðing (vanillu)
 • 1/2 teskeið lyftiduft
 • 1/2 teskið maísmjöl
 • 1/4 tekskeið sjávarsalt
 • 1 1/4 bollar súkkulaði dropar

Leiðbeiningar:

 1. Hitið ofnin við 180 gráður, setjið bökunarpappír á ofnplötuna.
 2. Setjið smjör í lítinn pott á miðlungs hita, bræðið smjörið og hrærið aðeins í því þar til það hefur náð aðeins brúnum lit.
 3. Setjið smjörið og sykur saman, bæði púðursykur og venjulegan, hrærið vel saman í hrærivél. Bætið þar næst við eggi og vanilludropum og haldið áfram að hræra. Þar næst skal bæta við hveiti, pakka búðing, lyftidufti, maísmjöli, salti og súkkulaðidropunum. Hrærið á lágri stillingu þar til deigið er tilbúið.
 4. Setjið deig í matskeið og á bökunarpappír þangað til deigið klárast. stráið smá sjávarsalti yfir og bakið í um 10 mín

Dúnmjúkar M&M kökur

 

 

Innihald:

 • 160 gr smjör við stofuhita
 • 1/2 bolli hvítur sykur
 • 1/2 bolli púðursykur
 • 1 egg
 • 1/2 teskeið vanilludropar
 • 1-1/2 bolli hveiti
 • 3 matskeiðar af pakka búðing með vanillu bragði
 • 1/2 teskeið lyftiduft
 • 1/2 teskeið Kosher salt
 • 3/4 bolli súkkulaði dropar
 • 1 eða 1-1/2 bolli af m&m

Leiðbeiningar:

 1. Hitið ofnin við 180 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötuna.
 2. Blandið saman smjörinu og sykrinum. Bætið því næst við egg og vanilludropum. Bætið því næst þurrefnum, súkkulaði dropum og m&m við og hrærið á lágri stillingu þar til deigið er tilbúið.
 3. Setjið deig í matskeið og á bökunarpappír þangað til deigið klárast.  Bakið í 10-12 mín

HÉR getið þið séð fleiri uppskriftir frá henni!