Hafið þið séð hvernig nýju IKEA pokarnir koma til með að líta út

Blái pokinn er ein af þekktustu vörum IKEA.

Mette úr HAY hönnunarteyminu  var fengin til að gefa honum nýtt líf á sama tíma og hún gerði upprunalaga pokanum hátt undir höfði.

Niðurstaðan varð að vinna með litina og mynstrin án þess að breyta stærð og efni. Pokinn fæst í nokkrum litum og uppfærða útgáfan er einstaklega endingargóð vegna nælonborðana sem fara alla leið undir botn pokans.

„Pokinn er ein þekktasta vara IKEA, en er ekki metinn að verðleikum sem hönnunarvara. Við héldum stærðinni og uppfærðum hann í nýjum litum og mynstrum. Með því gerum við þessari vöru hátt undir höfði.“

– Mette Hay