Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hafra-chiagrautur morgunmatur meistaranna uppskrift frá Náttúrlækningafélaginu!

– GRAUTURINN:

1/2 bolli gróft haframjöl (ég notaði glúteinlaust)
1 msk chiafræ 1 bolli möndlumjólk
1/2 tsk lífræn vanilla
smá sjávarsalt 1
stór msk möndlusmjör (má sleppa) (ég mæli með frá Biona)

– OFAN Á:

2 msk hempfræ
1/4 tsk kanill
1/3 bolli möndlur, saxaðar
1 tsk acaiduft bláber eða önnur ber (má sleppa)

Aðferð:1. Kvöldið áður: Setjið haframjölið, möndlumjólkina og chiafræin í stóra glerkrukku. Blandið saman með skeið, setjið lokið á og setjið krukkuna síðan inn í ísskáp.2. Daginn eftir: Takið krukkuna úr ísskápnum og setjið möndlusmjörið, vanilluna og sjávarsaltið í krukkuna og blandið vel (með skeið eða gaffli).3. Ef þið viljið taka hafra-chiagrautinn með ykkur í nestið þá setjið þið restina af hráefninu í krukkuna. Ef þið viljið njóta þess að borða grautinn í rólegheitunum heima hjá ykkur þá setjið þið hafra-chiagrautinn á disk og dreifið restinni af hráefninu yfir diskinn (röðin er ekki heillög – né hlutföllin). Þið megið líka blanda þessu öllu saman í krukkunni og setja svo á disk – ykkar er valið. Mér finnst aftur á móti fallegra að borða matinn þegar hann er ekki allur í „einni klessu“ og strái því kanil, hempfræjum, acaidufti og möndlum yfir grautinn

Grein frá NLFÍ