Íris Tara skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Hárið krullað á 5 mínútum !

Ég rakst á þetta á næst uppáhalds síðunni minni Pinterest. Ég er mjög oft með krullur í hárinu þar sem það á til með að verða mjög líflaust. Það tekur mig oft um hálftíma að krulla allt hárið, sem verður til þess að ég nenni ekki að standa í því og enda með tagl. Ég var þess vegna mjög ánægð að sjá þessa sniðugu lausn. Ég var ekki alveg að trúa að þetta myndi virka, en ákvað að prófa og heldur betur sátt með hvað þetta er auðvelt og kemur vel út. Eins og myndin sýnir setjið þið bara tagl alveg eins framarlega og þið komist með það, skiptið svo taglinu í nokkra lokka og krullið.

Ég þurfti hinsvegar að laga nokkra lokka við andlitið en allt í allt tók þetta mig um 5 min ! Það þarf reyndar að vera með hár í síðara lagi til að þetta koma sem best út, svo þið sem eruð með styttra hár verðið að þrauka þangað til ég finn einhverja snilld fyrir ykkur.

Prófið og segið mér endilega hvernig gekk ! Gangi ykkur vel ….

*Íris Tara

iris

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR