Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Hildur María – Hver einasti dagur þess virði og ég væri til í að upplifa þetta allt aftur

Við heyrðum í henni Hildi Maríu sem tók þátt í Miss Universe fyrir Íslands hönd fyrr á árinu og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar.

Hvernig upplifðir þú aðdragandan að keppninni Miss Universe?

Hreint út sagt þá var þetta bara algjörlega geggjað. Þetta er algjör draumur að hafa farið í Miss Universe og hvern einasta dag var full dagskrá og lítill tími til að slaka á… en það var allt ótrúlega gaman. Þvílík upplifun, allar þessar stelpur sem maður var að kynnast og ég tel mig hafa verið mjög heppna með hóp af stelpum því hver ein og einasta var yndisleg og allar svo opnar og  í að kynnast öllum, Það hefur oft verið þannig að þær sem tala spænsku hópi sig saman og asísku hópi sig saman og svoleiðis en hjá okkur var þetta rosalega blandað og allar stelpurnar náðu vel saman.

En auðvitað var þetta ótrúleg mikil vinna og alls ekki auðvellt. Til að mynda sváfum ekki mikið eða í um 4 til 5 tíma seinustu tvær vikurnar og alltaf vaknaðar snemma og uppstrílaðar og í hælum allan daginn. En það var svo sem engin skilda að vera í hælum eða stífmálaður en það var bara skemmtilegra, þegar það voru myndavélar sem eltu okkur hvert sem við fórum og endalaust verið að taka okkur í viðtöl. En þrátt fyrir mikla vinnu var hver einasti dagur þess virði og væri ég til í að upplifa þetta aftur.

 

Hvað stendur upp úr í undirbúningsferlinu?

Það er svo ótrúlega margt, svo margt sem er mjög minnistætt.
The Governors Ball sem var fyrsta kvöldið þar sem kallað var landið okkar og við löbbuðum á rauðum dregli fram fyrir framan endalaust af myndavélum, fréttastofum og þúsundir manna og uppá risa stórt svið. Við borðuðum svo kvöldmat á borði með ókunnugu fólki frá Filipseyjum það var mjög skemmtilegt að kynnast þeim.


Eitt sem stendur mikið uppúr er þegar við tókum flug á Cebu eyju, þegar við komum á eyjuna tókum við hálftíma skoðunarferð um bæinn þar sem næstum allur bærinn var samann komin og fólk klætt í búninga. Hljómsveitir, dansarar, og öll 86 löndin komu fram , krakkar voru með fána allra keppendanna . Allir bæjarbúar fengu  frí í vinnu og skóla þennan dag til þess að fá að hitta okkur.  Þegar komið var á hótelið hittum við ungar stelpur sem voru klæddar upp í fallega kjóla og með borða með löndunum okkar það var ótrúlega fallegt.


Við tókum þátt í mjög skemmtilegri herferð sem kallast Rise against hunger, þar bjuggum við til matarpakka handa fólki sem á mjög erfitt í Filipseyjum og var það var skemmtilegur dagur. Einn daginn var lítill hópur af stelpum valin til þess að fara og hitta Filipíska sjóherinn sem var mjög skemmtileg athöfn. Við fórum  svo á risa snekkju og silgdum í þrjá tíma í fylgd með hermönnum á eyju þar sem við borðuðum kvöldmat á ströndinni með Piu fyrverandi Miss Universe og fullt af öðru fólki sem var yndislegt.
Fleiri sjálfboðastörf sem við tókum þátt í HIV awareness og Pass It Forward.
Annað sem stendur uppúr er kvöldið sem við forum á Food Festival og það kvöld voru leikarar og söngvarar mættir til þess að sýna okkur leikrit sem var byggt á lífi Piu Miss Universe svo ótrúlega fallegt að það var erfitt að halda aftur tárunum. Ég gæti talað endalaust en læt þetta duga.

Náðir þú að mynda góð tengl við aðra keppendur?
Já mjög og við erum nokkrar strax farnar að skipuleggja ferð til Cayman Island í maí á Carnival sem er haldið þar árlega.
Herbergisfélaginn minn var frá Bretlandi og það var yndislegur vinaskapur á milli okkar og var kveðjustundin eftir keppnina afar erfið.

Opnuðust einhver tækifæri fyrir þig með þátttökunni í MU
Mögulega, ég fékk tækifæri á að skrifa undir samning við skrifstofu erlendis en það er allt í ferli og mun ég tala um það síðar ef það mun allt standast!

Hvernig upplifðir þú þessa ströngu öryggisgæslu sem var í kringum ykkur keppendur
Mér fannst það mjög áhugavert og skemmtilegt og mér leið alltaf mjög öruggri hvert sem við fórum. Okkur leið stundum eins og við værum heimsfrægar. Það var alveg ótrúlegt að fylgjast með hermönnunum raða sér á öllum götuhornum þegar við vorum í grenndinni. Þegar við vorum að ferðast í rútum voru göturnar nánast hreinsaðar, allar aðrar götur lokaðar og við þutum í gegnum borgina eins og ekkert væri með lögreglufylgdina fyrir framan og aftan okkur. Þetta var alveg einstök upplifun. Ástæðan fyrir því að mér  leið rosalega vel í kringum þessa gæslu var að allir voru svo vinalegir. Þrátt fyrir að þeir  stóðu á götunni með risa byssu í einkennisfatnaði þá veifuðu þeir og brostu alltaf til okkar þegar við komum.

Getur þú sagt okkur frá einhverju atviki sem þér er minnisstætt tengt keppninni
Ég held ég verði að segja lokakvöldið sjálft, þegar showið byrjaði og ég labbaði inná sviðið fyrir framan 15 þúsund manns og mannfjöldinn trylltist allur. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Stressið, æsingurinn og adrenalinið sem rann um allan líkaman var svakalegt og myndi ég gera þetta allt aftur ef ég gæti!

Hvað er framundan hjá þér      
Við erum núna búin að opna fyrir skráningar í Miss Universe Iceland 2017 og fer að byrja undirbúningur fyrir casting og fleira, í Maí ætla ég svo að skella mér til Cayman Island og hitta nokkrar stelpur úr keppninni en annars er framtíðin bara nokkurn vegin óráðin.

 

Takk fyrir spjallið