Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Himneskt  Mexíkóskt kjúklingalasagna

Þetta Mexíkóska kjúklingalasagna er sjúklega gott og einfalt að búa til.

Skammtur fyrir ca fjóra

Hráefni:

4 kjúklingabringur

1 rauð paprika

1 gul  paprika

1 rauðlaukur

2 krukkur af salsasósu

200 gr rjómaostur (gott að setja rjómaost með hvítlauk )

Taco kryddblanda

1 pakki tortilla-kökur

Rifinn ostur

Aðferð:

Rjómaosturinn og salsa-sósan eru sett í pott og blandað saman við vægan hita.

Steikið laukinn og paprikuna á pönnu. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er það tekið af pönnunni og sett út í pottinn með sósunni.

Bringurnar skornar í bita og steiktar á pönnu. Kryddað með Taco kryddblöndunni.

Raðið í eldfast mót, kjúkling, sósu og tortilla-kökum , endurtakið svo aftur kjúlkingur, sósa og tortilla-kökur  og á endanum fer sósa yfir tortilla-kökurnar og rifinn ostur ,   Setjið í 200°C heitan ofninn og bakið í 15-20 mínútur.

Gott að hafa með ferkst salat , hvítlauksbrauð og/eða nachos flögur.

DSC05579 (1)

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR