ErnaKristín skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hin fullkomna Jarðaberja marengsterta!

Marengs:

300g sykur

6 eggjahvítur

1 tsk lyftiduft

 

Rjómafylling:    

5 dl rjómi

250 g fersk jarðaber, skorin í bita

Aðferð: 

Ofn: hitaður í 140 gráður við blástur.
Eggjahvítur eru þeyttar ásamt lyftidufti og sykri smá saman bætt út í þar til marengsinn er orðinn stífur.
Diskur eða kökuform sem er ca. 25 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum.
Þetta er gert tvisvar & marengsinum er skipt í tvennt og hann settur á sitt hvorn hringinn.
Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða.
Næst: Marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 60 mínútur.
Rjómi:
Jarðaber: skorin í fínar sneiðar.
Rjóminn er síðan þeyttur í bland við berin, gott er að geyma dass til hliðar og bæta við í lokin.

 

Njótið vel!