Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hinn fullkomni páska-brunch

Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir og uppskriftir fyrir Páska brunch-inn  eitthvað fyrir alla í fjölskyldunni

Eggja muffins 

beikonegg-470x313

Það sem þú þarft.

Muffinsform

Olía

Brauð

Egg

Beikon

Salt og pipar

Aðferð:

Steikið beikon þar til það verður stökkt

Penslið muffins formin með olíu eða spreyið með Pam

Takið brauð og skerið hring úr miðju þess

Setjið brauðið því næst á botninn á muffinsforminu svo þau komi aðeins upp á formið

Næst skulu þið raða beikoni ofan á brauðið hringinn í kringum formið

Brjótið í hvert form 1 egg

Stráið síðan yfir smá salt og pipar

Bakið á 180 gráðum þangað til að eggin eru tilbúin (um 20 min)

Pizzavöfflur 

pizza-waffles-how-to_hero-470x264

1. Takið pizza deig og skiptið því í nokkra hluta

2. Búið til bollur, fletjið þær aðeins út og skerið inn í degið og opnið það smá til að koma fyrir fyllingunni

3. Setjið ost, pepperoni, skinku eða hvað sem ykkur finnst best

4. Setjið  í vöfflujárn

5. Mælum með því að setja sósuna ekki inn í pizzavöfflurnar svo það leki ekki, heldur bera fram með sósu til hliðar.

Beikon pönnukökur 

beikonpönnn-470x342

Það sem til þarf:

– Pönnukökumix

– 1 pakki beikon

– Sýróp

Leiðbeiningar

1.Búið til pönnukökudeig eða kaupið tilbúið pönnukökumix.

2. Hellið deiginu í flösku sem hægt er að kreista deigið úr, td. gömul tómatsósuflaska.

3. Hitið pönnuna.

4. Steikið beikon og setjið til hliðar.

5. Kreistið deigi á pönnuna í spöröskjulag örlítið breiðara en beikon sneiðarnar, deigið lyftist vel svo passið að setja ekki of mikið.

6. Pressið síðan beikoni varlega í miðjuna.

7. Kreistið deigi yfir beikon sneiðina.

8. Eldið í nokkrar mínutur þar til þær brúnast og snúið þá á hina hliðina.

9. Berist fram með sýrópi í krukku til að dífa í.

pönnukökubeikon

Smá sætt en súper hollt 

10330247_826722964012928_484205510058469503_n-1-470x470

1/2 bolli Kókosolía

1/2 bolli kakó

1/3-1/2 bolli hunang

Smakkað til með stevíudropum, ég notaði piparmyntubragð í þetta sinn

1 bolli af hnetum, gott að nota bland í poka = pekan / pistasíu / kasjúhnetur /

Blanda vel saman við mjög vægan hita og bæta svo við hnetum. Svo er bara að smakka þetta til
Sett í form og kælt.

Fyllt jarðaber

683dd303ca3fab7c756dfe8c8c8cc518

brunch5

Njótið vel

Kveðja

KRÓM

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR