Hláturjóga “Fake it till you make it”

Indverski læknirinn Dr. Madan Kataria og eiginkona hans Madhuri Kataria eru upphafsmenn hláturjóga. Þau stofnuðu fyrsta hláturklúbbinn í mars 1995. Nú er hláturjóga stundað í um 75 löndum og fer alltaf fjölgandi.
Hláturjóga byggist á því að kalla fram hlátur með æfingum og augnsambandi. Við bætist pranayama-öndun (fornt Hasya-joga), teygjur og slökun. Líkami okkar bregst við á jákvæðan hátt hvort sem hlegið er vegna einhvers sem er fyndið eða skemmtilegt eða vegna þess að við ákveðum að hlæja.
Við getum því kallað fram vellíðan þegar við viljum og varið okkur í daglegu amstri og við hvers kyns óþægilegar og óskemmtilegar aðstæður.


Hláturjóga er frábært hópefli og fær fólk sannarlega til að hlæja og gleyma sér.
Endilega komið og hlæjið með okkur til eflingu friðar í heiminum.

Með bestu broskveðju.
Ásta.

HÉR má hafa samband við Ástu

Kveðja

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR