Næsta hönnuðarsamstarf H&M er við þekkta ítalska vörumerkið MOSCHINO
Sem er uppfullt af ferskri orku dægurmenningar síðan Jeremy Scott varð listrænn stjórnandi tískuhússins árið 2013. Fatalínan, MOSCHINO [tv] H&M, verður til sölu í völdum verslunum H&M um allan heim frá 8. nóvember næstkomandi.
Hin heimsfræga fyrirsæta Gigi Hadid fékk þann heiður að tilkynna samstarfið á Instagram live.
H&M TILKYNNIR HÖNNUÐARSAMSTARF VIÐ MOSCHINO Í BEINNI FRÁ COACHELLA
Tilkynningunni var varpað á stafræna skjái í partíi sem MOSCHINO heldur árlega á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu. Stóru fréttirnar komu gestum á óvart er þær voru tilkynntar á miðnætti. Jeremy Scott og Gigi Hadid klæddust fyrstu flíkunum úr MOSCHINO [tv] H&M fatalínunni, sem einkennist af þeim gáska og húmor sem hefur gert fatamerkið eitt það vinsælasta í tískuheiminum. Jeremy Scott hannaði H&M MOSCHINO-fatalínuna sem er fyrir bæði dömur og herra en einnig má finna þar mikið úrval fylgihluta, sem munu koma skemmtilega á óvart.
„Ég er ótrúlega spenntur fyrir MOSCHINO [tv] H&M. Ég hef haft það að ævistarfi að tengjast fólki í gegnum tísku og með þessu samstarfi mun ég ná til fleiri en nokkurntíma áður,“ segir Jeremy Scott, listrænn stjórnandi hjá MOSCHINO.
„MOSCHINO [tv] H&M er hið fullkomna samstarf fyrir tískuheiminn í dag, þar sem línan blandar saman dægurmenningu, , vörumerkjum og glæsileika. Jeremy Scott er stórkostlegur – hann kann að gera tísku skemmtilega og tengjast aðdáendum sínum um allan heim,“ segir Ann-Sofie Johansson, listrænn stjórnandi hjá H&M.
MOSCHINO [tv] H&M herferðin er byltingarkennd og nýstárleg nálgun á sjónvarpsmiðlun þar sem samfélagsmiðlum og öðrum miðlum er blandað saman í fjölþætta upplifun – ný og heillandi „skyndiupplifun“ í hinum stafræna heimi.