Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Holl, næringarrík og sjúklega góð kaka

Súkkulaðibotn:
½ bolli + 2 msk kókosolía, fljótandi Dr.Goerg
¼ bolli kókosmjólk, Dr.Goerg
2 msk agave síróp, Solla
1 tsk vanilla extract, Now
1/8 tsk salt
1 skófla vanillu prótein, Eat-Smart
6 msk kakóduft, Solla
1 bolli haframjöl, þetta gamla góða
Blandið saman olíunni, mjólkinni, agave, vanillu og salti.
Pískið svo próteinið saman við og svo kakóið og endið á haframjölinu.
Klessið þessu í form sem klætt er bökunarpappír og geymið í frysti á meðan þið lagið miðjuna, helst 30 min!

Miðjan:
2 skóflur vanillu prótein, Eat-Smart
¼ bolli agave síróp, Solla
¼ bolli fínt hnetusmjör, Solla
Blandið öllu saman skál og notið hendurnar til að ná þessu vel saman
Klessið þessu svo yfir botninn og kælið á meðan efsta lagið er gert, helst 30 min!

Efsta lagið:
2 skóflur súkkulaði prótein, Eat-Smart
3 msk kakóduft, Solla
¼ bolli villiblóma hunang, Solla
2 msk agave síróp, solla
¼ bolli fínt hnetusmjör, Solla – enga olíu, helst eins þurrt og hægt er.
Blandið fyrst saman próteini og kakói og síðan rest og hnoðið vel saman þannig að hægt sé að gera kúlu.
Klessið yfir kökuna og kælið.

Skerið svo í bita og njótið því hún er svoooooo góð!

10393684_829919987026559_6303195305898655277_n10665390_830139763671248_1126793507831804429_n

Uppskrift fengin frá fitubrennsla.is  sjá HÉR

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR