Hollar kókoskúlur á 10 mínútum!

Hollt getur líka verið himneskt á bragðið og jú þetta eru dúndur hollar og næringaríkar kókoskúlur!

Uppskrift:

1 msk Chia fræ

2 msk fínt kókos

Bolli hnetur (ég notaði hesilhnetur malaðar)

Bolli saxaðar döðlur

Súkkulaði protein(hægt að nota hvaða protein sem er eða sleppa ef fyrir krakka og nonta meira af kakó )

2 msk kakó

2 msk kókos hveiti

2 msk kókos olía 

2 msk vatn

Aðferð:

Allt sett saman í blandara í 3 mínútur, sett í skál og rúllað í kúlur, Stráið fínu kókos yfir. Setjið inn í ískáp og njótið daginn eftir

Höfundur : Andrea Sigurðardóttir