Andrea Sigurdar skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hollar kókoskúlur á 10 mínútum !

Hollt getur líka verið himneskt á bragðið og jú þetta eru dúndur hollar og næringaríkar kókoskúlur!
Ég hef gert þessar bæði sem hollt millimál, desert og afmælis nart, svo eru þær einfaldar og fljótar að útbúa og æðislegar fyrir öll tilefni. 
Þessi uppskrift hentar allri fjölskyldunni og tilvalin líka fyrir krakkana í staðin fyrir nammi og skemmtilegt fyrir þau að hjálpa.

Ég ætla deila með ykkur minni uppskrift:

1 msk Chia fræ

2 msk fínt kókos

Bolli hnetur (ég notaði hesilhnetur malaðar)

Bolli saxaðar döðlur

Súkkulaði protein(hægt að nota hvaða protein sem er eða sleppa ef fyrir krakka og nonta meira af kakó )

2 msk kakó

2 msk kókos hveiti

2 msk kókos olía 

2 msk vatn

Aðferð:

Allt sett saman í blandara í 3 mínútur, sett í skál og rúllað í bolta.

Stráið fínu kókos yfir. Setjið inn í ískáp og njótið daginn eftir

Andrea Sigurðardóttir

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR