Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Hollir og sjúklega góðir Kókos Piparmintu Hnappar

Við höldum áfram að deila æðislegum uppskriftum frá henni Telmu hjá Fitubrennsla.is  hvetjum ykkur til að kíkja á síðuna HÉR 

Kókos Piparmintu Hnappar

1 ½ bolli kókos
2 msk rjóminn af kókosmjólk, set dósina í kæli
2 msk kókosolía
¼ bolli villiblóma hunang
½ tsk piparmintu extract
Val: 8 dropar piparmintustevía Via-Health til að sæta meira!

Setjið allt í matvinnsluvél eða mixara og blandið þar til nokkuð slétt

Þetta getur tekið smá tíma, stoppa á milli og skafa niður af brúnum.

Búið svo til hnappa og geymið í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið!
1 bolli dökkt súkkulaði

Ég notaði GREEN&BLACK piparmintu og 70% – 50/50

Dýfið í og geymið í kæli!

1623685_936407266377830_629623436043719872_n