Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hollt, einfalt og gott- Avókadó með túnfisksalati

Við elskum auðveldar uppskriftir sem eru á sama tíma hollar og góðar. Þessi er einföld, fá hráefni, tekur stuttan tíma og er mjög ljúffeng! Lykillinn að þessari uppskrift er að smakka ykkur til. Það er efitt að segja hversu mikið þarf að hverju hráefni en það fer algjörlega eftir stærð af avókado og sítrónu og svo auðvitað mismunandi smekkur. 

  • 1 avokadó
  • 1 sítróna
  • 1 matskeið laukur, smátt skorinn
  • Rúmlega hálfur bolli túnfiskur
  • salt og pipar
  1. Skerið avókadó í tvennt. Skafið aðeins innan úr með skeið en passið að skilja eftir smá brún (sjá á mynd)
  2. Setjið saman í skál avókadó sem skafinn var úr ásamt lauk og sítrónusafa(byrja rólega og smakka ykkur til), stappið vel saman. Bæti því næst túnfisk við og salt&pipar. Smakkið til og bætið við að vild.
  3. Setjið fyllinguna í avókado helmingana og njótið vel!

Sjá HÉR