Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hollt og gott sætkartöflusalat sem mun slá í gegn!

Við rákumst á þessa æðislegu uppskrift af kartöflusalati og eftir að hafa prófað það vissum við að við þyrfum að deila uppskriftinni með okkar kæru Krómurum. Kartöflusalatið er gott bæði volgt og kalt en hægt er að geyma það í ísskáp í allt að 5 daga. Frábært sem fylling í tortillur, sem meðlæti eða aðalréttur.

 

Það sem þarf er:

 • 2-3 sætar kartöflur (stórar) skornar í litla bita
 • 2 matskeiðar ólífuolía
 • 1/2 teskeið salt
 • 1/2 teskeið pipar
 • 1 dós svartar baunir
 • 3 laukar Skornir smátt
 • 1 paprika skorin í bita
 • 1 bolli gular baunir
 • 1/2 bolli kóriander skorinn smátt
 • 2 matskeiðar hunang eða agave
 • 2 matskeiðar dijon sinnep
 • 2 matskeiðar sítrónusafi
 • 2 matskeiðar ólífuolía
 • 1/2 teskeið salt
 • 1/2 teskeið pipar
 • smá cayenne pipar fyrir þá sem vilja smá extra

Leiðbeiningar:

 1. Hitið ofnin við 200°. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu og dreifið úr sætkartöflunum. Hellið yfir 2 matskeiðum af olíu og stráið salt og pipar yfir, bakið í um 45 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru mjúkar.Þegar tíminn er hálfnaður er gott að velta kartöflunum til.
 2. Setjið saman í stóra skál, svartar baunir, lauk, papriku, gular baunir og kóríander.
 3. Setjið saman í aðra skál, hunang, dijon sinnnep, sítrónusafa, 2 matskeiðar ólífuolíu, salt, pipar og cayenne pipar hrærið vel saman.
 4.  Þegar kartöflurnar eru tilbúnar bætiði þeim við í stóru skálina saman með baununum og grænmetinu, bætið því næst sósunni við og blandið þessu saman. Gott er að smakka til og nota meira af kryddum ef ykkur langar. Kartöflusalatið er gott bæði volgt og kalt en hægt er að geyma það í ísskáp í allt að 5 daga. Frábært sem fylling í tortillur, sem meðlæti eða aðalréttur.

Sjá meira HÉR