Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hollur helgarbrunch fyrir ykkur sem eruð komin með nóg af óhollustu!

Það er eitthvað svo ótrúlega notarlegt að setjast niður og fara yfir vikuna með góðum brunch og vinum eða fjölskyldu. Helgarbrunch er orðin fastur liður hjá mörgum, hann er þó oftast nær langt frá þvi að vera hollur.. Hérna koma nokkrar hugmyndir af brunch

Banana chia protein pönnukökur!

1 msk chia fræ (sem búið er að leggja í bleyti í 10 mín)

1 egg + 1 eggjahvíta

1 skúbba af prótein, ca 30gr (ég notaði Whey frá Now Iceland)

1 stappaður banani

Dash af hnetumjólk/vatni

tsk matarsódi

1/2 tsk kanil, kardimommu eða nutmeg

1-2 tsk létt jógurt

1-2 tsk sæta, ekkert must (ég notaði lucumaduft og nokkra dropa af Now Iceland Stevia)

Öllu hrært vel saman og bakaðu á heitri pönnu – gott að setja kókosolíu á pönnuna áður, ég nota samt alltaf vegetable cooking spray.

Það algjört nammi að toppa pönnsurnar með bláberjum og Walden Farmers calorie free syrup!

Uppskrift: Helga Gabríela

Grænn og vænn

1 1/2 bolli af fersku spínati
1/2 bolli af fersku kóríander
1 1/2 bolli af frosnu mangó
1 bolli af ananas
1/2 avocado

Allt sett saman í blandara og einnig er hægt að bæta við smá klökum efað þú vilt hafa hann extra kaldann. Drekkið úr háu glasi með fallegu röri…

Eggjamuffins

Egg

Grænmeti

Kjúkklingaálegg

Smá mozzarella

Salt & Pipar

Blandið öllu saman í skál með smá mjólk og setjið í muffinsform, þessar eru hollar og dásamlega góðar.

Grísk jógúrt með múslí og ávöxtum

Grísk jógúrt

Uppáhalds múslí-ið ykkar

Ávextir

Agave sýróð, hunang eða smá stevia (val)

Setjið þetta lagskipt í fallegar krukkur eða glös

Hollar bláberjamuffins sem gleðja

3 egg 
1 banani
2 bollar bláber, frosin eða fersk
1 bolli hafrahveiti
1 bolli möndlumjöl
8 dropar Via Health stevia
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilluduft

Sniðugt að bæta við t.d. klípu af kanil, chia fræjum eða hnetum.

Aðferð:

Öllu blandað saman fyrir utan bláberin, betra er að bæta þeim við eftir að öllu hefur verið hrært vel saman.

Setjið í muffinsform og bakið við 180°C í u.þ.b. 20 -25 mín eða þar til liturinn er orðinn fallegur.

Ávaxtapinnar

Grillspjót

Ávextir

Þræðið uppáhalds ávextina upp á grillspjót, einfalt og þæginlegt..

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR