Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hollur og æðislega góður súkkulaði og hnetu ís !

Þegar lönguninn í eitthvað sætt tekur yfir er svo gott að hafa við höndina uppskriftir í hollari kantinum. Þessi uppskrift kemur frá instagrammaranum @lilsipper, en hún deilir þar æðislegum hollum uppskriftum. Þið getið séð meira frá henni HÉR

 

Innihald:

2 bananar
Hnetu eða möndlusmjör
Hakkaðar möndlur
Kókosolía
Kakóduft (hreint og sykurlaust)

Leiðbeiningar:
1. Setjið hökkuðu möndlurnar í botnin á einnota plastglasi.

2.Stappið bannana og setjið lag ofan á möndlurnar.

3. Hrærið saman kókosolíu og kakóduft og setjið lag af því yfir bananana.

4. Næst er það svo hnetu eða möndlusmjör

5. Síðast en ekki síst stráið ofan á hökkuðum möndum og setjið íspinnaspýtu ofan í og setjið í frysti í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.


Lögunum má skipta upp og þarf alls ekki að vera í þessari röð. Eins og sést á myndinni er hægt að setja fleiri lög og raða eins og ykkur finnst best.

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n7