Lína Birgitta Camilla skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Lína Birgitta – HOLLUSTU BANANABRAUÐ

Ég varð að skella þessari færslu hingað inn þar sem þessi uppskrift er of góð! Þetta er hollustu bananabrauð sem er próteinríkt og án viðbætts sykurs. Það er frekar skrítið að kalla þetta brauð því það er ekkert hvítt hveiti í þessari uppskrift. Í hvert sinn er ég heyri orðið brauð þá segi ég yfirleitt pass því hveiti fer mjög illa í mig. Það sem ég nota í staðinn fyrir hveiti eru gluten fríir hafrar (þeir eru í fjólubláum pakka og fást í krónunni). Það þarf ekki mikið í þessa uppskrift en það sem þarf í hana er yfirleitt til á hverju heimili. Ég elska þannig uppskriftir!

BANANA2

2 bananar
2 egg
1/2-1 bolli döðlur
1 stk lífræn kókos jógúrt
1 og 1/2 bolli hafrar 
1 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1/4 bolli ólífuolía
1 tsk matarsódi 

 

Þú setur þetta allt í blandara og setur inní ofn í 50 mínútur við 170 gráður.