Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Hugmyndir að hollu og góðu kvöldsnarli !

Það kannst margir við tilfinninguna að vanta eitthvað aðeins til að narta í með uppáhalds myndinni sinni eða sjónvarpsþætti á góðu kvöldi. Það er ekkert að því að gera vel við sig en ennþá betra ef hægt er að narta í eitthvað svona í hollari kantinum..

Blandið saman hálfum skammti af hnetusmjóri á móti einum skammti af grísku jógurti, dýfið ferskum ávöxtum ofan í.

Dýfið jarðarberjum ofan í gríska jógurt, gott er að setja smá agave eða steviu ofan í jógúrtið til að fá smá sætu. Frystið í nokkra klukkutíma.

Skerið banana í litla bita, smyrjið hnetusmjöri á milli og dýfið í dökkt súkkulaði, setjið svo í frystinn í nokkra klukkutíma.

2 þroskaðir bananar, 1 bolli hafrar, súkkulaði dropar(Dökkt súkkulaði) og matskeið hnetusmjör. Blandið vel, setjið deig í matskeið og á bökunarpappír, endurtakið þar til deigið klárast. Bakið í 15 mín.

2 frosnir bananar , 1/2 bolli frosin jarðarber, 2 matskeiðar rjómi, stevia eða agave sýróp, 1/2 teskeið vanillu dropar. Ávextir settir saman i matvinnsluvél eða blandara og blandað þangað til að áferðin er mjúk, því næst er restinni bætt við og blandað áfram. Setjið í box og frystið í nokkra klukkutíma.

Skerið epli í skífur, smyrjið með hentusmjöri og stráið yfir uppáhalds hnetukurli eða múslí…

 

 KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

                                                                    10255681_511039629002398_3516793592705616878_n