Hún var 25 kíló og við dauðans dyr þegar hún náði að snúa við blaðinu

Átröskunarsjúkdómar geta auðveldlega dregið fólk til dauða.

Sagan hennar Hannah Lucas, frá  Wallasey, Merseyside er svipuð mörgum sögum sem við höfum heyrt þegar kemur að átröskun.  Hún var frekar þung sem barn og varð fyrir einelti sem hafði eðlilega mikil áhrif á hana.  Þegar hún var 15 ára byrjaði hún að fara í megrun sem þróaðist i það að hún borðaði aðeins 100 kaloríur á dag. Hún var orðin algjörlega bjargarlaus og rúmliggjandi.

Hannah sem er 23 ára í dag segir að hún hafi litið hræðilega illa út og var nánast óþekkjanleg.

‘People say I look like a different person. I looked like an old woman. I would say I looked at least 60 years old. I find it hard to look at pictures of myself because I know it looks like a completely different person but I also feel like a different person now.’

Hannah fór í nokkrar langtímameðferðir á spítala og í þriðju tilraun tókst henni að ná bata. Í dag er hún heilbrigð og 76 kíló en þar þó alltaf að vera vakandi fyrir þessum lúmska sjúkdómi sem átröskun er.

Hér er stutt video þar sem hún segir sögu sína.

Hér er linkur á grein þar sem þið getið lesið nánar