Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

Hvað fer mest í taugarnar á fólki í flugi ?

Það er mikil tillhlökkun hjá flestum þegar ferðalög eru framundan en flugferðin getur oft verið þreytandi.  Það að sitja í þröngu rými og geta ekki komið sér vel fyrir með fótapirring og tilheyrandi sem er nú ekki það skemmtilegasta.  Ekki nóg með það heldur geta aðrir farþegar í vélinni verið einstaklega pirrandi. Expedia gerði könnun meðal bandarískra flugfarþega um þetta mál þar að segja hvað færi mest í taugarnar á þeim í flugi.  Niðurstaðan kemur ekki á óvart enda hefur eitthvað af þessu örugglega pirrað okkur öll.

o-ANNOYING-PLANE-PASSENGERS-570

No.-25-Seat-Pullers

Sakargift 2014
Spark í sætisbak 67%
Hirðulaust foreldri 64%
Vera angandi 56%
Hátt stillt heyrnatól 51%
Vínsvelgur 50%
Munnræpa 43%
Of mikill handfarangur 39%
Armbríksfrekja 38%
Hallandi sætisbak 37%
Biðraðasvindlari 35%
Töskuhólfsfrekja 32%
Illa lyktandi matvæli 32%
Ríghalda í sætisbak 31%
Skoða dónamyndir 30%
Vera ástleitinn 29%
Tíðar klósettferðir (verandi í gluggasæti) 28%
Fækka fötum, t.d. fara úr sokkum 26%
Skipta um sæti 13%

annoying-kids-on-airplane

Hvað fer mest í taugarnar á þér í flugi ?

krom21