Hvað gera einhleypir á Valentínusardaginn?  Hér eru nokkrar hugmyndir

Valentínusardagur hinna einhleypu

Valentínursardagurinn er á miðvikudaginn þá nota margir sem eru í sambandi daginn til að gleðja elskuna sína.

Það eru ekki allir í sambandi og hvað er þá sniðugt að gera á Valentínusardaginn?

Það er jú alltaf gott að gera  sér dagamun og vera góður við sjálfan sig.

Hér eru nokkrar hugmyndir.

Fara í stutta ferð

Það væri frábært að skella sér í stutta ferð erlendis og upplifa skemmtilega hluti,

Matarboð

Hafðu skemmtilegt matarboð og bjóddu þeim sem eru einhleypir og njóttu með þeim. Skrifaðu niður og fáðu alla til þess að skrifa niður 5 hluti sem eru súper jákvæðir i þeirra lífi.

Dekur

Hafðu dekurdag fyrir þig á Valentínusardaginn pantaðu þér eitthvað unaðslegt dekur á snyrtistofu og í nudd , trítaðu þig vel.

Hótel

Brjóttu upp dagin og pantaðu þér hótelherbergi byrjaðu á því að fá þér gott að borða eða fara í bíó og endaðu kvöldið á hótelherbergi með eitthvað gott nammi.  Skelltu þér í heitt bað og leggstu upp í brakandi hrein rúmföt og horfðu á skemmtilega mynd eða lestu góða bók.

Gerðu góðverk

Eldaðu rómantískan málsverð fyrir foreldra þína eða einhvern sem þér þykir vænt um. Sendu kort til allra þeirrra sem þú elskar og láttu þau vita af því. Farðu og heimsækja þá sem þú hefur ekki haft mikin tíma til að sinna.

Umfram allt..

Mundu að elska þig

Þú ert nóg!