Hvernig á að koma í veg fyrir og/eða stoppa lykjufall á sokkabuxum!

Lykkjufall nei takk!

Hvað er meira pirrandi þegar það kemur lykjufall á sokkabuxurnar þegar við erum búnar að dressa okkur upp.

Það hefur eflaust skemmt kvöldið fyrir fleirum en mér!!

Hérna eru nokkur góð ráð til þess að fyrirbyggja eða draga úr líkum á því að það komi lykkjufall eða stoppa það sem er byrjað að myndast.

1: Byrjaðu á því að bleyta sokkabuxurnar með vatni áður en þú notar þær í fyrsta skipti og settu þær síðan í plastpoka og inn í fyrstir.  Taktu þær út þegar þær eru vel frosnar og láttu þær þiðna við stofuhita.  Þetta ráð á að styrkja nælonþræðina í sokkabuxunum og afrafmagna þær.

2:  Notaðu naglalakk til þess að stoppa lykkjufall sniðugt að vera með glært naglalakk í veskinu þegar við erum í sokkabuxum ef það byrjar að myndast lykkjufall.  Settu naglalakk bæði efst og neðst á lykkjufallið.  Hársprey getur líka hjálpað þú einfaldlega spreyjar á lykkjufallið.

3: Vertu í hönskum þegar þú klæðir þig í sokkabuxur það eykur líkurnar á því að það gangi betur án þess að rífa þær með nöglunum.

4: Berðu púður á fæturna áður en þú smellir þér í sokkabuxurnar þá renna þær betur upp.

5: OG síðast en ekki síst ekki troða þér í of litlar sokkabuxur hafðu í huga gæði og rétta stærð þegar þú fjáfrfestir í nýjum sokkabuxum.

Vonandi reddar þetta einhverjum.