Hvernig áttu að fá “bikini body” what!!

Ég hef rekist á nokkrar greinar þar sem er uppskriftin af því hvernig þú átt að geta fengið líkama til þess að vera í bikiní!

Ég skil þetta ekki er einhver ein tegund af líkamslögun sem má vera í bikiní?

Rosalega fer það í taugarnar á mér þegar einhver setur inn fáránlega óraunhæfar hugmyndir af því hvernig ALLAR konur eiga að líta út.

Það vilja ekki allar konur vera eins sem betur fer,  svona rugl er ekki að hjálpa ungum stúlkum að vera ánægðar með sig.

Enda vita það allir að auglýsinga og tímarita myndir eru gjarnan filteraðar eða fótoshoppaðar.

Drekktu þetta og þú gjörsamlega umbreytist eða 10 leiðir til að………….

Þetta er fáránlegt  að troða því í andlitið á öðrum konum hvernig þær eiga að hlaupa á eftir einhverjum skyndilausnum.

Frábær uppskrift farðu bara í bikiní og láttu þér vera alveg skít sama hvað öðrum finnst!!

Verum bara besta útgáfan af okkur hvernig sem við lítum út!!