Inga Kristjáns: 11 innihaldsefni í snyrti- og hárvörum sem þú ættir að varast

Við erum flest öll orðin meðvituð um hvað við látum ofan í okkur. Við forðumst ýmsar unnar matkyns vörur og erum almennt orðin fróðari um hvað er gott og hvað ekki. Mér finnst samt margir eiga ansi langt í land með það að setja sömu standarda í það sem við látum framan í okkur og í hárið á okkur. Margir virðast ekki spá örðu í þessu og telja þetta ekki skipta máli, en það er mikill misskilningur. Allt sem við berum framan í okkur fer beint útí blóðrásina og ef að við pössum okkur ekki geta slæmar húð og hárvörur haft verulega slæm áhrif.

Mig langar að minna á mikilvægi þess að kunna að lesa á pakkningar, hafa háa standarda þegar þú verslar þér vörur og lesa þig til um vöruna áður en þú kaupir hana.  Ég vil að þið spyrjið ykkur ” er þetta eitthvað sem ég vil setja í hárið á mér eða á húðina á mér?”

Ég vildi óska að það væri kennt fag í skólum sem heitir “innihaldefni” og að hvert mannsbarn væri meðvitað.

 

En hvernig ætla ég að ná að koma þessu inní hausinn á hverju einasta mannsbarni? Ég ætla að byrja á þessari færslu. Ég ætla að setja niður nöfn á skaðlegum innihaldsefnum, og ástæðu þess að þau eru skaðleg. Ég ætla síðan að byðja ykkur að deila færslunni, svo flestir sjái hana og svo flestir byrji að kannast við þessi innihaldsefni sem ég ætla að segja ykkur frá.

 

Hér koma 10 innihaldsefni sem ÞÚ ættir að forðast

1. Parabens – Efni sem er notað til að koma í veg fyrir að snyrtivara skemmist, mygli eða það myndist baktería einskonar rotvarnarefni. Þetta hljómar allt í lagi í ykkar eyrum er það ekki? En bíddu aðeins .. Paraben ýtir undir estrógen framleiðslu líkamans og  hefur svipaða eiginleika og frumur sem hafa fundist í krabbameins æxlum í brjóstum. Það er mjög algengt að finna paraben í svitalyktareyði, snyrtivörum, förðunarvörum, hárvörum og handsápum. Það er alveg ótrúlega erfitt að forðast paraben því nánast öll framleiðsla á hár og húðvörum troða þessu inn hjá sér til að lengja líftíma vörunnar. Ég hvet ykkur til að halda notkun í lágmarki og eða notast við vörur sem stendur ” Paraben Free ” á.

2. Phtalates – Efni sem er notað útum allan heim við framleiðslu á umbúðum, til að gera plastið mýkra og sveigjanlegra. Það er líka mjög algengt að þetta efni sé notað í svitalyktareyði fyrir bæði konur og karla og í hársprey, til að framkalla þessa mjúku áferð. Það hafa verið gerðar rannsóknir á að notkun vara sem innihalda þetta efni ýti undir erfðagalla en fundist hafa svipaðar frumur sem vísa til þess. Algengasti fylgikvillinn er þó ofnæmis einkenni og erting í húðinni. En það er mjög líklegt að sjampó brúsinn ykkar sé af einhverju leiti úr þessu efni, þessvegna er mikilvægt að versla sér hár og húðvörur sem eru í endurvinnanlegum pakkningum, það er til!

3. Fragrance – það hjómar svo saklaust…En það sem er mest skuggalegt við þetta er að sum fyrirtæki nota orðið “fragrance” sem leyni orð yfir leynifromúluna sína og gefa því ekki upp allan sannleikann. Ef það stendur bara “Fragrance” þá er það líklegast þannig.. en ef það stendur “Fragrance” og einhver útskýring tölur eða bókstafir fyrir aftan þá er fyrirtækið að meina ilmefni. Það er alveg skiljanlegt að við viljum nota vörur sem ilma vel en þessar vörur geta valdið ofnæmisviðbrögðum, ertingu og eða roða í húðinni. Ef að þú ert að díla við þessi atriði, prófaðu þá að taka út kremið sem þú ert að nota ef það er ilmefni í því og gáðu hvort það lagast .. Því langvarandi erting og roði í húðinni getur ýtt undir öldrum og háræðaslit í húðinni.

4. Synthetic Colors – Ef þú skoðar utan á vöruna sem þú ert að fara að nota og það stendur D&C eða D&C Red 27 eða FD&blue1 – þá ertu að fara að setja vöru framan í þig sem er unnin úr sama efni og tjara. Blessunarlega hafa flest fyrirtæki tekið út Synthetic Colors en það eru tvö ansi stór fyrirtæki sem notast ennþá við þetta í sumum vörum. Mörg lönd hafa meira að segja bannað að nota þetta í snyrtivörur. En þetta gerir framleiðsluna á vörunni ódýrari.

5. Tricosan – Þetta efni má oft finna í tannkremum, svitalyktareyðum eða handsápum sem eru stýlaðar ” sótthreinsandi ” en þetta á að vera bakteríu drepandi. Það hefur verið sannað að þetta efni gerir bakteríur svo lífseigar að sýklalyf ná ekki að drepa þær.. þetta er í rauninni sterar fyrir sýkla og gerla.

6. Sodium lauryl sulfate (SLS) / Sodium laureth sulfate (SLES) þetta efni má finna í yfir 90% af öllum snyrti og húðumhirðuvörum. SLS er þekkt fyrir að hafa ertandi áhrif á lungu, húð og augu. Það er stórt áhyggjuefni í sambandi við SLS er að það sækir í að nálgast eða sameinast  frumum í líkamanum sem hafa þá eiginleika saman að mynda nítrósamín sem er efni sem finnst í krabbameinsfrumum og æxlum. Þessi efni má finna í mörgum hárvörum, svitalyktareyðum, snyrtivörum og fleiru.

7. Formaldehyde – Einskonar rotvarnarefni sem er notað í snyrtyvörur til að koma í veg fyrir að bakteríur grasseri. Gerðar hafa verið margar rannsóknir á krabbameinsvaldandi efnum og hefur þetta efni verið sett í þann krabbameinsvaldandi flokk. Formaldehyde hefur einnig verið talið slæmt fyrir ónæmiskerfnið og veldur efnið oftar en ekki ertandi og eða ofnæmisvaldandi viðbröðgum í húð. Efnið má finna í naglalakki, sturtusápu, hárnærinu, sjampói, augnhreinsum, augsnkuggapallettum og snyrtivörum sem eru sérstaklega gerðar fyrir unglingabólur.

8. Toulene – Annað efni sem er unnið úr sömu efnum og tjara. Ef þú kíkir á flöskuna stendur benzene, toluol, phenylmethane, methylbenzene. Toluene er mjög öflugt og getur verið notað sem málningaþynnir. Efnið getur haft áhrif á öndunarfæri, valdið ógleði og ertir húðina verulega. Efnið getur haft áhrif á þroska fósturs í móðurkvið og haft eitrandi áhrif á ónæmiskerfið. Það er algengast að þetta efni sé notað í háraliti.

9. Propylene Glycol – Lífrænt Alkahól sem er mjög oft  notað í húðvörur, meira að segja mjög algengt bara. Höfum í huga að efnið er mun minna skaðlegt ef það er undir 2% og þú ættir alltaf að geta googlað hversu mörg prósent af propylene glycol er í vörunni. Ef magnið er hærra en 2% þá getur efnið valdið ertingu, húðbólgu og eða ofsakláða. Langvarandi notkun á of sterkum Propylene Glycol vörum getur valdið skemmdum í húð. Efnið er mjög algengt í rakakremum, sólarvörn, förðunarvörum og hárvörum. Ef þig svíður í húðina eftir að hafa borið á þig rakakrem ættiru að athuga hvort kremið innihaldi Propyene Glycol.

10. Sunscreen chemicals – Efni sem eru sett í sólarvörn, sem er gerð til að vernda okkur frá útfjólubláum geislum sem eru mjög skaðlegir fyrir okkur. En bíddu aðeins .. 80% af sólarvörnum í boði eru að gera enn skaðlegri hluti en sólin sjálf og eru að baka og brenna á okkur húðina. Þegar þú kaupir þér sólarvörn skaltu leita eftir þessum nöfnum: benzophenone, PABA, avonenzone, homosalate og ethoxycinmate. Talið er að vörurnar sem við berum á okkur sem innihalda skaðleg efni séu raunverulega ástæðan bakvið húðkrabbamein og skemmdum í húð en ekki sólin sjálf. Þótt það sé hart til orða tekið getum við allavega sagt okkur það að vörur sem innihalda ofantalin efni hjálpa ekki neitt, heldur valda skaða.

11. Non Soluble Silicone : Þetta efni muntu finna í mörgum hárvörum en silicone gerir hárið glansandi og mjúkt, hljómar vel? En langvarandi notkun á silicone vörum dregur úr náttúrulegum eiginleikum hársins eins og olímyndun í hársverði og hárpípunni sjálfri. Með tímanum verður hárið þurrt, líflaust og endarnir brotna og þér líður eins og hárið síkki ekki. Silicone er mjög algengt í hárolíum sem stíla sig sem “hreina olíu” þér finnst hárið mjög mjúkt og heilbrigt fyrst en þetta er einungis skammtíma laust og þú munt finna fljótt hvað efnið fer illa með hárið. Efnið er undir mörgum mismunandi nöfnum: Trimethylsilylamodimetheicone,Dimethicone,Phenyl Trimethicone,Cetearyl Methicone, Dimethiconol, Amodimethicon, Stearyl Dimethicone ,Cyclomethicone, Cetyl Dimethicone ,Cyclopentasiloxane ,Behenoxy Dimethicone ,Stearoxy, Dimethicone.

Við gerum okkur öll fulla grein fyrir því að ef við ætlum að forðast öll skaðleg efni í heiminum getum við allteins flutt í glerkassa og búið þar að eilífu. Við munum alltaf koma til með að notast við hluti sem eru á einhvern hátt skaðlegir fyrir okkur. Það sem við getum samt gert er að vera meðvituð og reynt að notast við lífrænar vörur í endurvinnanlegum pakkningum. Það er mikilvægt að við höfum háa standarda þegar kemur að því sem við berum á húðina okkar eða í hárið okkar. Við skulum passa að gleypa ekki við öllum þeim upplýsingum sem við heyrum í kringum okkur og kunna á okkur sjálf og hvað henntar okkur best.

Þar til næst xx