Inga Kristjáns – 50 days of better body and better life – svör við ýmsum spurningum + árangursmyndir

Góðan og gleðilegan Laugardag.

Þið sem fylgist með á snappinu mínu (ingakristjanss) vitið að fyrir akkúrat 40 dögum í dag ákvað ég að taka sjálfa mig á, bæði á sál og líkama. Ég var á áttunda tíma í bíl á leið frá Egilstöðum og hugurinn minn stoppaði ekki. Þegar ég var rétt ókominn til Reykjavíkur fæddist þessi hugmynd um “50 days of better body and better life”

En um hvað snýst þetta ?

Árið 2015 reyndist mér virkilega erfitt, ég gekk í gegnum allskyns þrekraunir sem ég kunni ekki á, ásamt því að missa föður minn í hendurnar á krabbameini. Það tók gríðalega á mig, bæði á sál og líkama. Ég þyngdist um 15 kíló og hugurinn minn fór í algeran hrærigraut, ég glímdi við slæmt þunglyndi, áfallaröskun, kvíða, hræðilegar martraðir og sjálfsvígshugsanir. Ég fæ hroll um allan líkamann þegar ég hugsa til þessara tíma, mér leið svo hræðilega illa.

Síðan þá hef ég verið að vinna í sjálfri mér, en hef þó aldrei sett sjálfa mig í fyrsta sæti. Ég hef alltaf verið alveg hræðilega meðvirk og alltaf sett alla aðra í forgang á undan sjálfri mér. Um það leiti sem ég ákvað að taka þátt í áskoruninni snérist dagurinn minn um að gera alla aðra ánægða, ef ég náði því þá gat ég verið sátt. Mér fannst tími til kominn að breyta útfrá þessum gamla leiðinlega vana og reyna eftir fremstu getu að vinna virkilega í sjálfri mér og setja sjálfa mig í fyrsta sæti.

Það sem að ég veit að lætur mér alltaf líða þúsund sinnum betur er að mæta í rætkina og passa uppá hvað ég borða. Ég ákvað því að þessir tveir hlutir yrðu þeir fyrstu sem ég yrði að koma í rútínu. Ég hafði ekki náð af mér þessum óþarfa 15 kílóum sem komu á því tímabili sem mér leið sem verst. Draumurinn minn þessa stundina er að vera hamingjusöm á hverjum degi og vera ánægð með líkamann minn. Því að hjá mér þá helst andleg og líkamleg heilsa alveg 100% í hendur, þótt það sé kannski ekki þannig hjá öllum.

Ég er ein af þeim sem á alveg gríðalega erfitt með að halda mér við efnið, ég gefst rosalega fljótt upp og á það til að vera bráðlát þegar kemur að hlutum sem taka langan tíma. En á móti kemur að ég er góð í að skila af mér verkefnum og það sem ég tek að mér skila ég nánast uppá 10.

Allt sem ég hef nefnt hér fyrir ofan er ástæðan fyrir áskorunnini “50 days of better body and better life” og þegar þið vitið söguna á bakvið ákvörðunina þá skiljiði nafnið á áskoruninni kannski betur. Ég ákvað að setja mér 50 daga tímaramma, því ég vinn vel undir pressu og skila vel af mér verkefnum sem ég tek að mér eins og ég sagði hér að ofan.

Ég ákvað að í þessa 50 daga skipti ég og heilsan mín allra mestu máli í mínu eigin lífi. Ég ætla að vera meðviðuð  um bæði sál og líkama og taka einn dag í einu. Markmiðið var að hreifa mig 5-6 daga í viku og taka út gos og sælgæti. Borða næringaríkari og betri mat og einbeita mér 100% að því að gera það sem er allra best fyrir sjálfa mig.

Í dag er ég á degi 33 og mér líður svo ótrúlega vel. Ég er í ótrúlega góðu andlegu jafnvægi, ég hef æft mig verulega í því að setja fólki mörk og standa á eigin skoðun, æft mig verulega í að stjórna meðvirkninni minni, húðin mín og líkaminn minn líta svo mikið betur út.  Ég hef skafið af mér helling af kílóum og þolið mitt er orðið svo miklu betra! Ég er virkilega sátt með sjálfa mig og ég hlakka til að halda áfram.

Ástæðan fyrir því að ég deildi því á degi eitt á snap chat að ég ætlaði mér að gera þetta er að mig langaði að berskjalda mig fyrir fylgjendum mínum. Bæði til að gefa sjálfri mér þetta extra “push” og því mig langaði að sýna fram á það að við erum öll mannleg, glímum öll við okkar vanda og galla en það er alltaf til einhver lausn. Manni ÞARF ekki að líða illa, maður GETUR alltaf reynt að gera það sem er best fyrir mann.  Ég allavega fékk nó af því að vera ósátt með hvernig ég leit út og ósátt með hvernig heilinn minn lét mig hugsa, ég ákvað því að breyta því. Ég við hvetja ykkur til að gera slíkt hið sama og þessvegna ákvað ég að deila þessu.

Það eru margir á snappinu mínu sem byrjuðu með mér í áskoruninni á degi eitt og standa þétt við bakið á mér ennþann dag í dag, margir hafa breytt áskorununni og gert hana að sinni, margir hafa sniðið hana betur eftir sínum þörfum. Margir eru að taka þátt í að gera lífið sitt betra og mér finnst það frábært!

Ég vil minna á að svona verkefni eru ekki kapphlaup, heldur langhlaup. Maður er ævilangt að vinna í sjálfum sér og að læra á sjálfan sig. En því fyrr sem þú áttar því á því að þú þarft ekki að sætta þig við ákveðna hluti, þú getur breytt þeim.. því betra. Ástæðan fyrir því að ég setti mér tímaramma er svo ég myndi halda mér við efnið og ekki gefast upp. Margir hafa nefnilega misskilið þetta concept hjá mér og halda að ég ætli að fara í súkkulaðibað og hella yfir mig snakki þegar þessi áskorun er liðin, haha. En ég mun sennilega setja upp nýjan tímaramma þegar þessum er lokið.

Til að berskjalda mig ennþá meira þá ákvað ég að deila með ykkur árangursmynd, hér eru 30 dagar á milli mynda. Engar öfgar, bara tók út gos og sælgæti og skipulagði betur hvað ég borða yfir daginn, ásamt því að bæta vatnsdrykkju og hreifingu til muna.

(ég afsaka hræðileg gæði á myndinni, en þær eru alltaf teknar á símann minní forstofu,hehe)