Inga Kristjáns – Auðveld augnförðun og ljómandi húð skref fyrir skref

Ég gerði ótrúlega auðvelda augnförðun á snappinu mínu um dagin (ingakristjanss) og sýndi hana skref fyrir skref, ásamt því að gera húðina ljómandi og náttúrulega. Ég ákvað að deila förðuninni með ykkur hérna líka, aðferðum og hvaða vörur ég notaði.

En ég hendi yfirleitt í svona förðun ef ég er að fara eitthvað fínt, bæði því hún myndast vel ( ef það eru teknar myndir af manni ) og hún er ekki yfirþyrmandi á húðinni, ég er alls ekki fyrir það að vera mikið máluð.

 

Ég byrja á því að setja góðan grunn á andlitið eða “primer” en mér finnst það persónulega mjög mikilvægt skref. Það  gerir áferðina á húðinni fallegri og sléttari, dregur úr auðsjáanlegum svitaholum ásamt því að halda farðanum betur og lengur á sínum stað.

Vörur sem ég notaði

Annarsvegar notaði ég:
No Porelem primerinn frá Touch in Sol, en hann fæst hjá shine.is. Hann dregur alveg verulega úr auðsjáanlegum svitaholum og lætur húðina virðast sléttari. Hann heldur farðanum á sínum stað allan dagin, sem ég tel vera mikinn kost þar sem húðin mín á það til að verða “oily” Hann ber ég á T svæði, sumsé, mitt enni, nef og höku. Þú getur nálgast vöruna HÉR


Hinsvegar notaði ég:
Feel Like Honey moon Skin Base: Þessi er nánast komin á toppinn yfir mína uppáhalds primera. Það sem þessi vara kom mér rækilega á óvart! Hann inniheldur hunang og collagen, sem heldur húðinni rakri og vel nærðri yfir dagin. Ásamt því að innihaldar litlar gull litaðar flögur sem draga fram í húðinni ótrúlega fallegan ljóma! Hann er dásamlegur … En þennan ber ég á svæði sem ég vil að ljómi, eins og á kinnbein og hliðarnar á enninu. Þú getur nálgast vöruna HÉR

Á meðan ég leyfi primernum að fara inn í húðina (mikilvægt að leifa honum að þorna í 2-3 mín svo hann renni ekki tl) Þá ber ég smá hyljara á augnlokin til þess að búa til góðan grunn fyrir augnskugga.

Ég notaðist við:
Photo Focus hyljarann frá Wet n Wild, hann er mjög þekjandi en samt léttur. Þegar ég hef sett smá af honum á augnlokin blanda ég honum út með rökum svampi. Þú getur nálgast vöruna HÉR

Til þess að festa niður hyljarann tók ég uppáhalds litlausa púðrið mitt (Skin Define Hydro Setting Powder frá MUA) og púðraði yfir, en þegar ég geri það geng ég úr skugga um að hyljarinn ekki renni til og hjálpa einnig við blöndum á augnskugga sem mun síðan koma ofan á. Þú getur nálgast vöruna HÉR

Þótt augnförðunin á myndinni hér að ofan líti út fyrir að vera mikil og flókin, þá var hún það alls ekki. En ég notaði einungis þrjá liti. Ég notaðist við pallettuna Au Naturel frá Wet n Wild. Ég byrjaði á að setja lit númer 7 sem grunnlit og blandaði honum vel yfir augnlokið. Síðan tók ég lit númer 8 og dekkti ytri augnkrók. Að lokum tók ég lit númer tvö á fingurinn og dúmmpaði (já það er orð) honum á mitt augnlokið. Síðan setti ég lit númer 8 á neðri augnháralínu og blandaði vel.  Flóknara var það ekki! Þú getur nálgast vöruna HÉR

Því næst set ég á mig farða, litlaust púður, sólarpúður, kinnalit og highligher.

Farðinn sem ég hef verið að notast við þessa dagana er frá MAC og heitir  Studio Waterweight foundation. Hann er alveg rosalega léttur og þægilegur á húðinni og er orðin einn af mínum uppáhalds. Ég ber farðann á með rökum svamp (beauty blender)

Þegar farðinn er komin á sinn stað, fer ég yfir allt andlitið með litlausa púðrið sem ég notaðist líka við á augnlokin. En þetta er eitt af mínum uppáhalds púðrum, því það gefur húðinni svo fallegan og frísklegan ljóma en ekki þetta púðraða yfirbragð.

Því næst tók ég uppáhalds sólarpúðrið mitt í ÖLLUM HEIMINUM, en ég held að ekkert sólarpúður muni nokkurntíman toppa þetta. En hinn umtalaði heitir Muru Muru Butter Bronzer og fæst hjá shine.is. Húðin verður svo ljómandi falleg og “sólbrún” – hann set ég á kinnbein, hliðarnar á enninu, undir kjálkann og niður á háls. Þú getur nálgast vöruna HÉR


Það ættu flest allir að kannast við kinnalitinn sem ég notaðist við, en hann heitir Luminoso og er frá merkinu Milani. Hann er alveg dásamlega fallegur og ferskjubleikur. Hann fer á “eplin” Þú getur nálgast vöruna HÉR


Nú er komið að skemmtilega partinum, en það er highlighter eða ljómapúður. Ég er alveg heltekin af ljómapúðrinu í þessu dúói sem heitir MUA Luxe Set & Reflect Finishing Kit. En þarna færðu highlighter og litlaust púður saman í kitti. Highlighterinn í settinu er alveg hrikalega fallegur. Ég tók lítinn bursta og setti hann á þau svæði sem ég vil leggja áherslu á t.d kinnbein og undir augabrúnir. Þú getur nálgast vöruna HÉR

í augabrúnir notaði ég Lock on Liner and Brow Cream frá ELF. En mér þykir það alveg rosalega gott í augabrúnirnar og mjög auðvelt að vinna með það. Ég nota það í litnum Medium Brown. Þú getur nálgast vöruna HÉR

Síðan skellti ég á mig augnhárum en mín eftirlætis heita POP og eru úr augnháralínu sem shine.is gaf út fyrir nokkrum mánuðum. Þú getur nálgast vöruna HÉR

 


Síðan en alls ekki síst setti ég á mig varalitinn Give Me Mocha frá merkinu Wet n Wild. En hann er ótrúlega fallegur “Rachel í Friends bleikur”. Þú getur nágast vöruna HÉR


Þá er þetta komið! Þótt þetta virðist vera mjög mörg skref þegar maður skrifar þetta, er þetta ótrúlega einfalt og þægilegt og gott að kunna þegar manni langar að hafa sig til. Æfingin skapar meistarann!

Þar til næst xx