Inga Kristjáns: Baðherbergis innblástur VOL 1

Baðherbergisbreytingar

Ég er svo brjálæðislega spennt fyrir þessari færslu og komandi tímum, ég er alveg að farast! Ég keypti mér íbúð ásamt kærastastum mínum fyrir rúmu ári síðan, við höfum verið mjög ósátt við baðherbergið okkar og höfuð ákveðið að taka það alveg í gegn. Allt fær að flakka og ætlum við að gera það algerlega eftir okkar höfði. Nú fer að líða ansi hratt að breytingum og erum við byrjuð að leggja höfuð í bleyti og reyna að ákveða hvernig við ætlum að hafa nýja baðherbergið. Við erum bæði mjög hrifinn af dökkum flísum og dökku yfirbragði á rímum og ætlum við að hafa ” dark interior ” þema inná nýja baðherberginu.

Þar sem ég veit að það eru margir “home interior” áhugamenn hérna þá ákvað ég að deila öllu ferlinu með ykkur. Hugmyndavinnu, undirbúning og bara öllu! Ég hef verið að safna hugmyndum af baðherbergjum sem höfða til mín og ég ætla að deila þeim með ykkur hér svo þið fáið hugmynd um hvað ég er að spá. Þessi innblásturs færsla mun snúast mest um flísar að þessu sinni en ég mun svo sína ykkur seinna hugmyndir af innréttingnum sem ég er að spá í, blöndunartækjum, speglum og öðrum smáatriðum. Köllum þessa færslu bara ” Barðherbergis innblástur VOL 1″Ég er svo óendanlega hrifin af svörtum háglans “subway” flísum. Mér finnst þær gera rímið svo ótrúlega fallegt og mun ég síðan poppa upp dökka litinn með plöntum eða handklæðum í ljósari litum.


Ég er líka alveg ótrúlega skotin í svona litlum detail flísum.

Eins ótrúlega hrifinn ég er af svörtum flísum eru hvítar líka að heilla mig, þá sérstaklega þegar það er sett svart á milli þeirra. Finnst tóna ótrúlega fallega saman að hafa svart gólf og hvíta veggi.

Ég hlakka alveg mega mikið til að leifa ykkur að fylgjast með og það væri líka æði ef þið myndum deila með mér hugmyndum ef að þið eruð með svona dökk baðherbergi heima hjá ykkur. Þetta verður svo ótrúlega gaman og í fyrsta sinn sem ég fæ að innrétta rími algerlega frá grunni.

Ég mun líka leifa fylgjendum mínum á snap chat að fylgjast með öllu, þannig ef þið hafið áhuga getið þið fylgt mér þar (ingakristjanss)