Inga Kristjáns: Ég er sjúk í Aim’n íþróttabuxurnar – Afsláttarkóði fyrir ykkur

Ég leyfði mér nýverið að versla mér nýjar íþróttabuxur þar sem flestar af þeim sem ég átti voru orðnar slitnar og gegnsægjar. Ég hafði ákveðnar buxur í huga sem ég hafði oft séð glitta í á Instagram. En það voru buxurnar Sirkus High frá merkinu Aim’n – en það merki fæst í Wodbúðinni ásamt öðrum íþróttamerkjum. Myndin hér að neðan sýnir þær buxur.

Screen Shot 2017-07-25 at 10.38.47 PM

Screen Shot 2017-07-25 at 10.43.08 PM

Ég viðurkenni að ég var frekar skeptísk á að kaupa mér svona ljósar íþróttabuxur, hvað þá hvítar! Því ég hafði sko alls ekki góða reynslu af ljósum buxum í ræktinni… Buxurnar eru gríðarlega þægilegar, mjúkar, ná vel yfir magan og veita aðhald ásamt því að vera úr tvöföldu efni sem gerir það að verkum að þær eru alls ekkert gegnsægjar. Svo þessi prufustarfsemi fór nokkuð vel af stað og var ég hrikalega spennt að mæta á æfingu í nýju buxunum. Eftir mjög harkalega brennsluæfingu gekk ég rakleiðis að speglinum í ræktinni og tjékkaði hvort það væri ekki risa stór svitablettur á rassinum sem ég bjóst mjög mikið við. En nei! Engin blettur! Vá hvað ég varð ánægð og þetta var augnablikið sem buxurnar sannfærðu mig alveg um að ég gæti treyst á þær í blíðu og stríðu!

Ég eignaðist síðan aðrar í sama sniði því ég varð svo hrikalega hrifin. En þær heita Snake High.

IMG_2471

Hér getiði séð hvað teygjan nær hátt og heldur vel að. Ef að ykkur finnst strengurinn of hár getið þið brotið hann niður. Mér persónulega finnst þægilegast að leifa þeim að ná vel upp og halda vel að.

IMG_2553

Ég er orðin það skotin í þessum buxum frá Aim’n að ég ákvað að prófa að fá mér aðeins öðruvísi snið, og fékk mér Cirkus black buxurnar. Teygjan í þeim er ögn mjórri og stífari og heldur enn betur að en hinar. Þessar svörtu eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

IMG_2115

Svo fór ég að hugsa.. hmm verð ég ekki að eiga svartar líka.. Já krakkar mínir, ég er þannig að ef ég finn eitthvað sem mér líkar þá mun ég kaupa mér byrgir. Núna á ég fjögur stykki af Aim’n íþróttabuxum og elska þær allar afskaplega mikið.

 

Screen Shot 2017-07-25 at 10.35.36 PM

Screen Shot 2017-07-25 at 10.26.56 PM

 

Ég fæ alltaf ótrúlega margar spurningar útí buxurnar og margar af vinkonum mínar hafa farið og keypt sér eftir að hafa séð þær hjá mér. Enda eru þær alveg ótrúlega flottar og á góðu verði að mínu mati. Þær eru í rauninni allt sem maður vill að íþróttabuxur geri fyrir mann.

En eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá er ég alveg sjúk í þessar buxur og hrikalega ánægð með þær. Ég fékk það mikið af fyrirspurnum á snap chat útí buxurnar að ég ákvað að senda eiganda Wodbúðarinnar skilaboð um hvort ég mætti ekki gefa ykkur lesendum Króm og fylgjendum mínum á snap chat afslátt af Aim’n buxunum.

Ég mætti auðvitað þvílíkri góðmennsku af þeirra hálfu eins og ég mæti alltaf þegar ég fer inní Wodbúð (þjónustan er til fyrirmyndar) og gáfu þau mér kóðan inga15 sem veitir ykkur 15% afslátt, ekki bara af Aim’n vörum heldur af ÖLLUM vörum í Wodbúðinni. Kóðann getiði notað í vefverslun þeirra www.wodbud.is og í verslum þeirra að Faxafeni 12.

Ég mæli sterklega með því að þið nýtið ykkur afsláttarkóðan ef ykkur vantar íþróttavörur, þá vil ég sérstaklega mæla með Aim’n buxunum. Kóðinn gildir til 12 ágúst. Ég er viss um að þið verðið jafn skotin í þeim og ég. Smelltu HÉR til að skoða úrval Wodbúðarinnar

þar til næst xx

Screen Shot 2017-07-07 at 10.42.54 PM