Inga Kristjáns: Ertu á leiðinni til London? Hér eru nokkur góð ráð og einnig staðir sem þú verður að heimsækja

Ég eyddi nýverið 10 dögum í dásemdar borginni London, þar á meðal áramótunum og nýársdegi. Það var alveg ótrúlega gaman og ég mæli 1000% með að heimsækja London, því borgin er uppfull af áhugaverðum stöðum og ber auðvitað mikla sögu. Byggingarnar eru stórfenglegar og smáatriðin ótrúleg. Þar sem ég eyddi ansi löngum tíma þarna, allavega lengri en flestir gera í borgarferð þá fann ég út allskonar atriði sem ég hefði verið til í að vita áður en ég lagði í hann út fyrir landssteinana.

Ég leyfði fylgjendum mínum á snap chat að fylgjast með ferðinni (snap chat: ingakristjanss) og voru alveg gríðalega margir áhugasamir og vildu fá meiri og ítarlegri upplýsingar um hvað ég var að gera. Þar sem ég veit að London er borg sem að öllum langar að heimsækja, ákvað ég að skrifa niður ráð sem ég mæli með að skoða áður en þið farið þangað og staði sem að mér fannst stórkostlegir.

1. Þetta skref er best að framkvæma áður en þú leggur í hann. Það er að vera búin að kynna þér hvað þig langar að gera (söfn, sýningar, túrar og fl.) síðan mæli ég með að versla þér miða á netinu ef það kostar inn. Ef það eru V.I.P miðar í boði, legg ég til að þú eyðir örlítið meiru í miðann og kaupir þér svoleiðis. Þetta sparaði mér svo rosalegan tíma, ég þurfti ekki að bíða í langri biðröð til að kaupa miða og svo annari til að komast inn. Það er líka alveg rosalegt magn af túristum í London, miklu meira en maður gerir sér grein fyrir og allir vilja þeir skoða sömu hluti og þú. Gott dæmi um klúður að minni hálfu var að kynna mér ekki flugeldasýninguna á áramótunum betur, ég vissi ekki að það kostaði inn. Ég þurfti því að troða mér niður í bæ en náði samt ekki að sjá neitt og miðarnir að sjálfsögðu löngu uppseldir. Kynna ykkur hvað þig viljið gera – kaupa miða á netinu (helst V.I.P og eiga þá útprentaða)

2. Ég sá það strax fyrsta daginn að Uber og leigubílar eru ruglað dýrir í London og auk þess ertu mjög lengi að ferðast með þeim þar sem traffíkin er mikil. Ég vil því mæla með því við ykkur að nota Tube-ið eða lestarkerfið, sem er alveg gríðarlega þægilegt og einfalt. Ég byrjaði á því fyrsta daginn að kaupa mér kort í lestarkerfið sem heitir Oyster Card og keypti inná það inneign sem dugaði út ferðina, það kostaði mig 60 pund. Á meðan ein leigubílaferð kostaði kannski 80 pund. Þetta sparaði mér rosalegan tíma og pening og var ég enga stund að ferðast á milli staða. Smelltu HÉR til að kynna þér lestarkerfið

 • Wembley Stadium – Ótrúlega skemmtilegt að taka túr um þann merkilega leikvang, þá sérstaklega ef þú hefur áhuga á íþróttum og fótbolta. Wembley er þjóðarleikvangur Englands. Þú færð að labba inná leikvöllin í fagnaðarlátum, skoða búningsklefa og treyjur leikmanna og fara almennt bakvið tjöldin.
 • Stamford Bridge Stadium – Þótt ég hafi ekki mikinn áhuga á fótbolta fannst mér æðisleg upplifun að horfa á Chelsea-Stoke spila á Stamford Bridge. En SB er heimavöllur Chelsea og mæli ég með því að þú athugir hvort það séu leikir framundan og lausir miðar ef þú hefur áhuga á svoleiðis. Það er líka hægt að taka túr um Stamford Bridge og skyggnast bakvið tjöldin.
 • Madame Tussauds – Merkilegasta vaxmyndasafn í heimi. Þar geturðu tekið “selfie” með uppáhalds Hollywood stjörnunum þínum. Ásamt því að skoða sögu London í nokkurskonar leikriti sem þú keyrir í gegnum. Ég þakka guði fyrir að hafa keypt mér V.I.P miða inná safnið, annars hefði ég í fyrsta lagi aldrei komist inn og í öðru lagi fékk ég að vaða framfyrir alla í röð, sem er frekar góð tilfinning, hehe.
 • Baker Street – Mjög sögufrægur staður þá sérstaklega fyrir að vera heimkynni Sherlock Holmes. Sagt er að hann hafi búið á Baker Street 221B – Það var ansi áhugavert að kíkja á götuna hans og skoða safnið sem var nákvæm eftirlíking af heimili hans.
 • Imperial War Musium – Það er frítt inná þetta safn. Það er alveg gríðarlega áhugavert fyrir þá sem hafa gaman af sögu og að skoða gamla muni. Þarna geturðu skoðað hluti frá world war og kynnt þér sögu Bretlands. Mér fannst þetta alveg magnað og ég lærði rosalega mikið nýtt. Neðsta hæðin á safninu snýst mikið um Hitler og ef þú ert viðkvæm sál myndi ég hugsa mig tvisvar um áður en þú skoðar. Þetta var mjög átakanlegt og vorum við nánast allan daginn í andlegu sjokki.
 • British Musium – Frítt inn. Þarna geturðu skoðað muni frá mörgum stöðum í heiminum og kynnt þér hvernig allskyns þjóðflokkar búa, hefðir og trúr. Mér fannst áhugaverðast að skoða muni frá Egyptalandi en þar voru 5000 ára lík kistur með múmíum sem fundust árið 1980. Sýnd eru vídjó af skanna sem skannar múmíuna og þar sést beinagrindin – Það var magnað að sjá stéttaskiptinuna og hvernig prestar, kóngar og æðra fólk fékk fallegar útskornar lík kistur með málverkum á meðan venjulegur bóndi fékk kassa. Það sem ég nefni hér er bara brotabrot af sjónarspilinu þarna inni en ég mæli 100% með að kíkja þangað ef þú hefur gaman af sögu heimsins.
 • Science Musium – Frítt inn. Þarna geturðu skoðað allskonar uppfinningar og síðan það sem mér fannst áhugaverðast var að skoða hluti sem hafa farið til geimsins. Geimbúningar, gervihnettir, eldflaugar og allskonar búnaður sem þarf til að fara til geimsins.
 • Natural History Musium – Frítt inn. Þarna geturðu skoðað þróun mannsins og séð allskonar steingervinga og mörgþúsund ára beinagrindur sem sína hvernig við höfum breyst. Einnig finnurði mikinn fróðleik um jörðina, eldfjöll, jarðskjálftabelti og fleira. Ég fór t.d inní herbergi sem var nákvæm eftirlíkin af verslun sem rústaðist í jarðsjálfta og eftirlíking af jarðstjálftanum sjáfum. Síðan eru risaeðlubein í fullri stærð og einn “alvöru T-Rex” sem maður fær að hitta. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt safn!
 • SOHO, Seven Dials og Oxford street – Ég fór mjög oft og rölti niður Oxford street en það er svaka upplifnum því það eru svo gríðarlega margar og stórar verslanir en gatan er algerlega pökkuð af fólki og túristum og þú þarft alveg að troða þér í gegnum fólksfjöldann. Seinna í ferðinni fór ég í SOHO hverfið og uppgvötvaði æðislega göngugötu sem heitir Seven Dials þar sem er alls ekkert síðra úrval af verslunum og það leit út fyrir að fólk vissi ekki jafn mikið af þessum stað – Ég mæli klárlega með því að prufa að labba niður Oxford street en ég myndi líka prufa að skoða Seven Dials, það er dásamlegt! Ég myndi t.d fara frekar þangað núna eftir að ég upplifði bæði.

The Shard – Þessi byggng gerir þér kleift að fara upp um 70 hæðir og fá geggjað útsýni yfir London! (ekki fyrir lofthrædda) En sagt er að þetta sé orðið betri útsýnismáti en London Eye og þú þarft ekki að standa í jafnlangr biðröð!

Camden og Camden market – ég hefði viljað eyða meiri tíma í Camden, það er dásamlegur staður uppfullur af góðum veitingastöðum og skemmtilegum pöbbum. Camden market er risastór markaður sem er bæði úti og inni og minnir á kolaportið. Það var ekkert smá gaman að skoða þarna. Allt er svo krúttlegt og notalegt. Þarna geturðu upplifað svona “London Street” stemningu og smakkað mat víðsvegar úr heiminum. Mæli með!

 • London Bridge og Big Ben – Ég gekk margoft fram hjá og yfir London Bridge bæði að degi til og að næturlagi, alltaf var það jafn dásamlegt. Útsýnið yfir borgina er undursamlegt og brúin sjálf svo stór og tignarleg. Mér finnst mikilvægt að fara og skoða hana. Big Ben var hinsvegar aðeins vonbrigði fyrir mér, þá aðalega því hann hann var umvafinn byggingarkrönum og er á fullu verið að laga hann, svo maður sá rétt svo glitta í klukkiskífuna, en að heyra hann hringja þessu þunga og dimma tón gaf manni ákveðna gæsahúð! Ég heyrði hann t.d hringja inn nýtt ár sem var mjög eftirminnilegt. En byggingarnar í kringum Big Ben eru ótrúlegar og sýnir þetta svæði mjög vel hversu stéttarskipt borgin er, þarna er allt útskorið og gyllt og byggingarnar stórar og miklar.
 • Tower of London – Núna ætla ég að segja ykkur frá stöðum sem að mér fannst mest áhugaverðir en það eru staðir sem fjalla um ” The Royal Family ” Við byrjuðum á að fara í Tower of London sem er gamall kastali. Hann var byggður upprunalega fyrir kóng sem dvaldi einungis þar í 50 daga! En eftir það var hann í notkun af kóngafólki og margt við kastalann er upprunalegt. Þið getið lesið um hann HÉR . Það sem mér fannst standa mest uppúr í Tower of London er The Royal Jewerly – en þar er hægt að skoða krúnúdjásn bresku konungsfjölskyldunnar langt aftur í tímann! Kórónur gerðar úr ekta gulli og gimsteinum. Þetta er í eigu konungsfjölskyldunnar og sumt af þessu er notað við athafnir. Síðan geturðu skoðað allskonar muni úr höllinni sem eru geymdir þarna fyrir almenning að skoða. Þetta fannst mér alveg rosalega áhugavert! Ég myndi sýna ykkur myndir af djásnunum en það mátti alls ekki taka myndir af þeim.
 • Buckingham Palace – Breska konungshöllin. Ég var svo heppin að fara þangað einmitt þegar það voru gerð vaktarskipti hjá lífvörðunar drottningarinnar en það er mjög stór athöfn og gríðarlega gamaldags. Við gegnum svo með lífvörðunum að höllinni, en þeir riðu á hestum. Það er hægt að fara inní Buckingham Palace einhverntíman yfir árið og ég myndi klárlega reyna að stíla inná það og kaupa miða á netinu. Við kærastinn minn ákváðum að fara aftur til London í þeim tilgangi að fara inní höllina og fá að skoða hana. Við urðum að láta það duga að skoða hana að utan í þetta skipti. Ég var svo heilluð af byggingalistinni og eina myndi sem ég tók var af hallarhliðinu en það er svo fallegt með gylltu og svörtu í bland.

Kensington Palace – þetta óðal setur/höll er í eigu konungsfjölskyldurnnar og Hertogi og Hertogaynja Cambridge búa í ákveðnum hluta byggingarinnar einhvern part ársins. Það er einingus smá partur aðgengilegur alemnning. Þessi staður ber mikla sögu og er staðurinn nánast upprunalegur og má finna marga upprunalega muni og málverk. Það sem mér fannst líka mjög áhugavert var að mikið af kjólum Díönu prinsessu eru geymdir þarna og getur maður farið og skoðað þá. Þið getið lesið meira um Kensington Palace HÉR Ég mæli alveg innilega með því að kíkja þangað en þetta var klárlega einn af hápunktum ferðarinnar hjá mér.

Síðan eru nokkrir staðir sem ég mæli með því að þið prufið að borða á! Ég varð alveg ástfangin af þessum stöðum

 • The Urban Chocolatier – Vá sko! Við fórum þarna inn að tilvijun því okkur fannst staðurinn líta svo vel út. Síðan þegar við fórum að skoða matseðilinn er þetta einungis staður til að fá sér desert. Við gerðum það svo sannarlega og vorum í sjokki yfir hvað þetta var girnilegt, svo  miklu sjokki að við fórum aftur seinna í ferðinni til að prufa meira. Mæli svo mikið með að kíkja þangað!
 • Benihana – með skemmtilegri veitingastöðum sem ég hef farið á! En á Benihana stendur kokkurinn við borðið þitt og eldar matinn fyrir framan þig! Það var ekkert smá skemmtilegt og kokkurinn hress og fyndinn og vanur því að búa til sýningu úr eldamennskunniNú fer að síga á seinni endan á þessari færslu sem ég er búin að hafa svo gaman af því að skrifa! En ég ákvað að enda á tvem mest spurðu spurningunun en það er annarsvegar: á hvaða hóteli voru þið og mælið þið með því og hinsvegar: var þetta dýr ferð?Hótelið okkar heitir Best Western og er við hliðina á Wembley Stadium. Hóteið var alls ekki dýrt en það kostaði okkur 100.000kr að gista þar í 10 nætur. Alveg gríðarlega snyrtilegt hótel og starfsfólkið til fyrirmyndar. Ég mæli klárlega með þessu hóteli en eini gallinn er að það er svolítið útúr og langt frá öllu sem við vorum að gera. Við settum það samt ekki fyrir okkur á neinn hátt þar sem lestarstöðin var við hliðina á hótelinu og tók okkur max 20 mín að komast á staði sem okkur langaði að skoða. Þannig ef maður er duglegur að notast við lestarkerfið ertu enga stund að komast þangað sem þú ætlar þér. Hótel sem eru staðsett miðsvæðis í London eru líka mikið dýrari.

  Ferðin kostaði alls ekkert það mikið miðað við hvað við vorum lengi og gerðu ótrúlega mikið af hlutum. Við reyndum líka alltaf að vera sniðug peningalega t.d með ferðamáta.

  Ég mæli svo innilega með því að heimsækja London, þessi borg er svo ótrúlega uppfull af skemmtilegum hlutum að gera, sögu og byggingarlist. Ég vona að þessi færsla hjálpi ykkur í heimsókn ykkar þangað og veit ég fyrir víst að nokkrir sem fylgdust með ferðum okkar á snap chat eru búnir að panta sér ferð til London og bíða spennir eftir þessari færslu! þá segi ég bara LONDON BABY

  Takk í dag – endilega fylgdu mér á samfélagsmiðlunum mínum