Inga Kristjáns: Heimsókn í nýja og gullfallega verslun – 16 mismunandi og framandi snyrtivörumerki á frábæru verði

Ég kíkti á dögunum í glænýja verslun Shine.is sem færði nýlega staðsetningu sína í verslunarmiðstöðina Glæsibæ. Ég hef verið diggur kúnni Shine.is í langan tíma og fannst mér alveg gríðarlega spennandi að þau ætluðu að opna nýja og gullfallega verslun, þar sem allt þeirra vöruúrval nýtur sín til fulls. En shine.is býður uppá gríðarlegt magn af snyrtivörum, förðunarburstum og gervi augnhárunum. Verslunin býður uppá hvorki meira né minna en 16 mismunandi og spennandi snyrtivöru merki – t.d Jessup Brushes, Milani Cosmetics, Elf og Touch in Sol, svo eitthvað sé nefnt. Vöruúrvalið er ekki bara frábært og framandi heldur er verðlagning til fyrirmyndar og allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á góðu verði.

Ég ákvað að fara og smella nokkrum myndum af versluninni til að deila með ykkur. Þessi búð er bara svo dásamlega falleg og litapallettan þarna inni er svo björt og stílhrein. Ég hvet ykkur eindregið til að fara og kíkja til þeirra í shine, skal lofa ykkur því að þið muniði dýrka þessa búð og starfsfólkið jafn mikið og ég. En shine leggur mjög mikið uppúr góðri, faglegri og persónulegri þjónustu.

 

Eins og ég sagði hér að ofan er ég alveg sjúk í litasamsetninguna sem valin var í verslunina, þessi fallegri rusty bleiki í bland við rósagull og hvítt. Eru þið að sjá þessi loft ljós líka ? váá

 

Marmara og fallegum smá atriðun bætt við á svo skemmtilegan hátt. Þessi skápur er fyrir aftan afgreiðsluborðið.

Hér sjáiði glitta í fallegu shine.is augnhárin, en shine gaf út sína eigin augnhára línu sem eru bæði vegan og cruelty free. það eru 17 týpur í heildina

Vöruútvalið svo djúsí, hér er hægt að pota í allt og prófa

Ég myndi segja að þetta væri uppáhalds veggurinn minn í búðinni. Hér getiði séð úrvalið af öllum Jeppup bursta settunum, sem eru mínir allra uppáhalds förðunarburstar.

Ég mæli alveg sérstaklega með bambus bursta settunum

 

Finnst ykkur þetta ekki fallegt allt saman? Ég hvet ykkur til að kíkja við! Þið getið síðan smellt HÉR til að skoða vöruúrval shine.is á vefverslun þeirra. Let’s go shopping!