Inga Kristjáns: Instagram vikunnar: Guðbjörg Ester Einarsdóttir

Sú sem á instagram aðgang vikunnar að þessu sinni er hún Guðbjörg Ester Einarsdóttir, lögreglukona, unnusta og crossfittari. En hún heldur úti alveg dásamlega fallegum instagram aðgang þar sem þú getur fundið gríðarlega mikinn innblástur fyrir t.d heimilið. Það er alveg ótrúlega gaman að skoða myndir frá henni, þær eru svo stílhreinar, skýrar og vandaðar og ég mæli með því að þið bætið henni á vinalistann ykkar á instagram @gudbjorgeinarsd

Segðu mér aðeins frá þér

Ég heiti Guðbjörg Ester Einarsdóttir og er 27 ára Selfyssingur. Ég er trúlofuð
honum Árna mínum og við búum saman í nýja húsinu okkar á Selfossi ásamt
hvolpinum Mola. Ég útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins árið 2014 og starfa
sem lögreglumaður á Suðurlandi.

 

Hver eru þín helstu áhugamál? 

Áhugamálin mín sjást vel á instagramminu mínu. Heimilið og fallegir hlutir er í
miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana, einnig hef ég gríðalega mikinn áhuga á
Crossfit og bara öllu sem viðkemur hreyfingu og útiveru.

 

 


Hvað finnst þér skemmtilegast við Instagram?

Það er svo margt! Instagram er sá samfélgasmiðill sem ég nota allra mest og
ég þori alveg að viðurkenna að ég eyði dágóðum tíma á hverjum degi þar og læt
hugan reika. Þú finnur allt á Instagram, fallegar hugmyndir fyrir heimilið,
innblástur og hvatningu fyrir ræktina, girnilegar uppskriftir , tískutrend og já
bara allt! Svo er líka bara svo gaman að fylgjast með vinum og kunningjum pósta
fallegum myndum.

 

Tekur langan tíma að ná hinni fullkomnu instagram mynd eða fangaru augnablikið?

Þegar ég tek myndir af heimilinu mínu þá reyni ég að fanga augnablikið, nota
réttu birtuna, og mynda þegar allt er hreint og fínt. Þegar ég tek myndir af mér
þá reyni ég að fanga augnablikið en það getur oft tekið nokkrar tökur, haha.

 

Hver er þinn uppáhalds instagrammari?

Ég fylgist mikið með innanhúshönnar instagrömmum eins og @egilfarstad,
@ritavalstad @palettnoir og @lauvhaug. Ég hef einnig mjög gaman af
lífstílsbloggurum eins og @thorunnivars og @hrefnadan. Svo má ekki gleyma
fyrirmyndinni @sarasigmunds.

Er einhver að fylgja þér á instagram sem þú ert lúmkst stolt af ?

Ég tek öllum fylgendum fagnandi, og á auðvitað nokkra fylgendur sem ég er
lúmskt stolt af.

 

En hvað ertu búin að vera að gera í sumar? Eru fleiri plön?

Ég er nýkomin heim úr yndislegri ferð um Vestfirði með fjölskyldunni. Svo er
sumarið bara búið að einkennast af yndislegum stundum með vinum og
fjölskyldu, sumarhátíðum, sumarbústöðum og útiveru og planið er að halda því
áfram út sumarið.


En ef við spólum aðeins til baka, hvað langaði þig að verða þegar þú yrðir “stór” ?

Mig langaði alltaf að vera lögreglumaður eða lögfræðingur þegar ég var yngri,
þannig það er spurning hvort ég bæti lögfræðinni við í framtíðinni. Annars er
það bara þetta klassíska plan um að stofna fjölskyldu, það hefur alltaf verið
draumurinn.


Hvað myndiru segja að við litt lífs mottó ?

Ég er ekki mikil quote manneskja en ég reyni að lifa með það mottó að vera
alltaf jákvæð og kurteis. Það kemur manni alltaf lengra í lífinu og mér finnst
skemmtilegt að vera í kringum þannig fólk og vil því gefa það sama til baka.

Það var alveg ótrúlega gaman að fá aðeins að kynnast henni Guðbjörgu og eins og ég sagði hér að ofan mæli ég virkilega mikið með því að þið fylgið henni á instagram @gudbjorgeinarsd

Þangað til næst xx